Skjálftahrinan á mánudaginn var sú kröftugasta sem mælst hefur frá síðustu eldsumbrotum í Bárðarbungu frá 2014 til 2015.
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sé útilokað að jarðskjálftavirkni á svæðinu taki sig aftur upp og að nokkur óvissa sé um hver þróunin verði. Áfram verði fylgst með svæðinu.