Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. janúar 2025 21:48 Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaður, hefur verið fyrirferðamikill í umræðunni undanfarið, ekki síst vegna þáttarins Spursmála sem hann heldur úti á vef mbl.is. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaður, segist ekki vera á bak við framboðssíðu sem er í hans nafni á Instagram. Hann hafi ekki leitt hugann að framboði vegna anna í starfi. Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook. Þar segir hann mikið og víða skrafað um hver muni taka við keflinu af Bjarna Benediktssyni, sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn standi á tímamótum eftir að hafa goldið afhroð í síðustu Alþingiskosningum og margir spyrji sig hvort flokkurinn hafi glatað erindi sínu. Stefán segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki gengið að því sem vísu að fjórðungur, hvað þá þriðjungur, kjósenda ljái málflutningi hans eyra. Það breyti þó engu um erindi sjálfstæðisstefnunnar eða mikilvægi hennar. „Hún mun annað tveggja, finna sér áframhaldandi farveg með Sjálfstæðisflokknum eða hreinlega einhvern annan. Stjórnmálaflokkar koma og fara en hugsjónir gera það síður,“ skrifar hann. „Einhverjir myndu halda því fram að ég megi síst við slíku“ Stefán segir ekki skrítið að öllum steinum sé velt við og svara leitað við því hver sé líklegastur til að geta veitt Sjálfstæðisflokknum þá forystu sem hann þarf í ljósi þeirrar þröngu stöðu sem flokkurinn er í, bæði á þjóðarsviðinu og í Reykjavík „þar sem eyðimerkurganga hans hefur varað í meira en þrjá áratugi“. Margir hafi þar verið nefndir til sögunnar, sumir af augljósum ástæðum en aðrir séu sóttir um lengri veg og þeim komið á framfæri í umræðunni. Það sé hollt, skynsamlegt og ekki síst skemmtilegt. „Mér að miklum óvörum hefur mitt nafn dúkkað upp í þessu tali öllu á opinberum vettvangi, og er sennilega afleiðing af því að Sjálfstæðismenn, vítt og breitt um landið, hafa hvatt mig til að íhuga framboð og enn aðrir hafa skorað á mig í sama tilliti,“ skrifar hann. „Allt er það að sjálfsögðu til þess gert að kítla hégómann pínulítið - en einhverjir myndu halda því fram að ég megi síst við slíku. Dæmi hver fyrir sig.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að formannsframboði „svo nokkru nemi“ þó hann sé þakklátur fyrir það að fólk á öllum aldri trúi því að hann geti risuð undir ábyrgð af þessu tagi. Einhver húmoristi nýtt sér nafnið „Staðreyndin er sú að ég hef verið, og er, önnum kafinn við að halda uppi kröftugri þjóðfélagsumræðu undir merkjum Spursmála. Það er ærið nóg dagsverk, og ég trúi því einnig að það skipti sköpum fyrir lýðræðisþróunina í landinu,“ skrifar hann í færslunni. Sá vettvangur hafi vakið áhuga fólks á stjórnmálum, meðal ungra, eldra fólks og þeirra sem hafa gefið þessum anga samfélagsins lítinn gaum fram til þessa. Svona lítur út eina myndin sem hefur verið birt á Instagram-reikningnum stefaneinar2025. „Að því sögðu vil ég koma því á framfæri að nýr aðgangur á Instagram er ekki tengdur mér með neinu móti að öðru leyti en því að einhver húmoristinn hefur nýtt snjáldruna á mér til skreytingar, auk nafnsins sem foreldrar mínir gáfu mér 10. desember 1983,“ skrifar hann í færslunni. „Betra hefði verið að hafa mig með í ráðum við það föndur allt. Þá hefði þessi „síða“ ekki litið dagsins ljós, og ég ekki angrað fólk með þessum hugleiðingum, þar sem ég sit á flugvelli í Bandaríkjunum og bíð þess að komast heim til Íslands. Landsins sem sannarlega er sterkt, svo lengi sem sjálfstæðisstefnan nýtur hljómgrunns meðal Íslendinga,“ skrifar hann að lokum. Færslu Stefáns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook. Þar segir hann mikið og víða skrafað um hver muni taka við keflinu af Bjarna Benediktssyni, sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn standi á tímamótum eftir að hafa goldið afhroð í síðustu Alþingiskosningum og margir spyrji sig hvort flokkurinn hafi glatað erindi sínu. Stefán segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki gengið að því sem vísu að fjórðungur, hvað þá þriðjungur, kjósenda ljái málflutningi hans eyra. Það breyti þó engu um erindi sjálfstæðisstefnunnar eða mikilvægi hennar. „Hún mun annað tveggja, finna sér áframhaldandi farveg með Sjálfstæðisflokknum eða hreinlega einhvern annan. Stjórnmálaflokkar koma og fara en hugsjónir gera það síður,“ skrifar hann. „Einhverjir myndu halda því fram að ég megi síst við slíku“ Stefán segir ekki skrítið að öllum steinum sé velt við og svara leitað við því hver sé líklegastur til að geta veitt Sjálfstæðisflokknum þá forystu sem hann þarf í ljósi þeirrar þröngu stöðu sem flokkurinn er í, bæði á þjóðarsviðinu og í Reykjavík „þar sem eyðimerkurganga hans hefur varað í meira en þrjá áratugi“. Margir hafi þar verið nefndir til sögunnar, sumir af augljósum ástæðum en aðrir séu sóttir um lengri veg og þeim komið á framfæri í umræðunni. Það sé hollt, skynsamlegt og ekki síst skemmtilegt. „Mér að miklum óvörum hefur mitt nafn dúkkað upp í þessu tali öllu á opinberum vettvangi, og er sennilega afleiðing af því að Sjálfstæðismenn, vítt og breitt um landið, hafa hvatt mig til að íhuga framboð og enn aðrir hafa skorað á mig í sama tilliti,“ skrifar hann. „Allt er það að sjálfsögðu til þess gert að kítla hégómann pínulítið - en einhverjir myndu halda því fram að ég megi síst við slíku. Dæmi hver fyrir sig.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að formannsframboði „svo nokkru nemi“ þó hann sé þakklátur fyrir það að fólk á öllum aldri trúi því að hann geti risuð undir ábyrgð af þessu tagi. Einhver húmoristi nýtt sér nafnið „Staðreyndin er sú að ég hef verið, og er, önnum kafinn við að halda uppi kröftugri þjóðfélagsumræðu undir merkjum Spursmála. Það er ærið nóg dagsverk, og ég trúi því einnig að það skipti sköpum fyrir lýðræðisþróunina í landinu,“ skrifar hann í færslunni. Sá vettvangur hafi vakið áhuga fólks á stjórnmálum, meðal ungra, eldra fólks og þeirra sem hafa gefið þessum anga samfélagsins lítinn gaum fram til þessa. Svona lítur út eina myndin sem hefur verið birt á Instagram-reikningnum stefaneinar2025. „Að því sögðu vil ég koma því á framfæri að nýr aðgangur á Instagram er ekki tengdur mér með neinu móti að öðru leyti en því að einhver húmoristinn hefur nýtt snjáldruna á mér til skreytingar, auk nafnsins sem foreldrar mínir gáfu mér 10. desember 1983,“ skrifar hann í færslunni. „Betra hefði verið að hafa mig með í ráðum við það föndur allt. Þá hefði þessi „síða“ ekki litið dagsins ljós, og ég ekki angrað fólk með þessum hugleiðingum, þar sem ég sit á flugvelli í Bandaríkjunum og bíð þess að komast heim til Íslands. Landsins sem sannarlega er sterkt, svo lengi sem sjálfstæðisstefnan nýtur hljómgrunns meðal Íslendinga,“ skrifar hann að lokum. Færslu Stefáns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?