Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 14:24 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands. EPA/PIOTR NOWAK Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. „Ég get ekki farið út í smáatriði. Ég get eingöngu staðfest þann ótta að Rússar voru að skipuleggja hryðjuverkaárásir í háloftunum. Ekki eingöngu gegn Póllandi, heldur gegn flugfélögum víðsvegar um heiminn,“ sagði Tusk á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tusk var líklega að tala um eldsprengjur sem Rússar hafa verið sakaðir um að reyna að senda með flugvélum til Bandaríkjanna og Kanada. Tvær slíkar sprengjur sprungu í sumar, önnur í Bretlandi og hinn í Þýskalandi, og þar að auki eru tvær sagðar hafa fundist í Póllandi. Spjótin hafa beinst að leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) og hafa fregnir borist af því að helstur ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafi lagt mikið kapp á að koma viðvörunum til Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, um að þessar sprengjusendingar yrðu ekki liðnar. Sjá einnig: Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Undanfarna mánuði og jafnvel ár hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um fjölda skemmdarverka, íkveikja og morða, svo eitthvað sé nefnt, í Evrópu. Í einu tilfelli ætluðu rússneskir útsendarar sé að ráða forstjóra Rheinmetall, eins stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Ráðamenn í Póllandi hafa meðal annars sakað Rússa um að bera ábyrgð á íkveikjuárásum og öðrum skemmdarverkum í Póllandi. Pólverjar létu Rússa loka einni af þremur ræðismannsskrifstofum þeirra í Póllandi í fyrra. Pólland Rússland Fréttir af flugi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
„Ég get ekki farið út í smáatriði. Ég get eingöngu staðfest þann ótta að Rússar voru að skipuleggja hryðjuverkaárásir í háloftunum. Ekki eingöngu gegn Póllandi, heldur gegn flugfélögum víðsvegar um heiminn,“ sagði Tusk á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tusk var líklega að tala um eldsprengjur sem Rússar hafa verið sakaðir um að reyna að senda með flugvélum til Bandaríkjanna og Kanada. Tvær slíkar sprengjur sprungu í sumar, önnur í Bretlandi og hinn í Þýskalandi, og þar að auki eru tvær sagðar hafa fundist í Póllandi. Spjótin hafa beinst að leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) og hafa fregnir borist af því að helstur ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafi lagt mikið kapp á að koma viðvörunum til Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, um að þessar sprengjusendingar yrðu ekki liðnar. Sjá einnig: Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Undanfarna mánuði og jafnvel ár hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um fjölda skemmdarverka, íkveikja og morða, svo eitthvað sé nefnt, í Evrópu. Í einu tilfelli ætluðu rússneskir útsendarar sé að ráða forstjóra Rheinmetall, eins stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Ráðamenn í Póllandi hafa meðal annars sakað Rússa um að bera ábyrgð á íkveikjuárásum og öðrum skemmdarverkum í Póllandi. Pólverjar létu Rússa loka einni af þremur ræðismannsskrifstofum þeirra í Póllandi í fyrra.
Pólland Rússland Fréttir af flugi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31