Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2025 11:32 Mike De Decker lætur allt fara í taugarnar á sér þessa dagana. getty/Nathan Stirk Belgíski pílukastarinn Mike De Decker virðist hafa allt hornum sér þessa dagana. Nú hefur hann neitað að taka þátt í stóru móti því honum var boðið svo seint á það. De Decker jós úr skálum reiði sinnar eftir að hann fékk ekki sæti í úrvalsdeildinni í pílukasti og sagði að um skandal væri að ræða. Hann er fyrsti Grand Prix meistarinn sem fær ekki þátttökurétt í úrvalsdeildinni í tuttugu ár. De Decker bauðst að keppa við bestu pílukastara heims á Dutch Darts Masters þar sem sterkustu pílukastarar Benelux-landanna mæta mönnum á borð við Luke Littler og Luke Humphries. Hann hafnaði hins vegar boðinu þar sem hann er ekki tilbúinn að fórna fjölskyldufríi fyrir það. „Ég fékk bara tölvupóst í síðustu viku um að þeir vildu fá mig. En ég verð í Dúbaí í fríi á þessum tíma svo ég get það ekki,“ sagði De Decker. „Ef þeir hefðu bara getað boðið mér fyrr. Og fyrir upphæðina sem maður fær fyrir að taka þátt ætla ég ekki að breyta fríinu mínu. Það myndi kosta meira en ég græði. Svo ég verð ekki þar.“ De Decker kvaðst einnig ósáttur með staðsetningu mótsins. Honum fyndist ekkert spennandi að keppa í Den Bosch í Hollandi og vildi miklu frekar fara til Barein eða Ástralíu. Sem fyrr sagði vann De Decker Grand Prix í október á síðasta ári. Hann tapaði hins vegar fyrir Luke Woodhouse í 1. umferð heimsmeistaramótsins um jólin. Pílukast Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira
De Decker jós úr skálum reiði sinnar eftir að hann fékk ekki sæti í úrvalsdeildinni í pílukasti og sagði að um skandal væri að ræða. Hann er fyrsti Grand Prix meistarinn sem fær ekki þátttökurétt í úrvalsdeildinni í tuttugu ár. De Decker bauðst að keppa við bestu pílukastara heims á Dutch Darts Masters þar sem sterkustu pílukastarar Benelux-landanna mæta mönnum á borð við Luke Littler og Luke Humphries. Hann hafnaði hins vegar boðinu þar sem hann er ekki tilbúinn að fórna fjölskyldufríi fyrir það. „Ég fékk bara tölvupóst í síðustu viku um að þeir vildu fá mig. En ég verð í Dúbaí í fríi á þessum tíma svo ég get það ekki,“ sagði De Decker. „Ef þeir hefðu bara getað boðið mér fyrr. Og fyrir upphæðina sem maður fær fyrir að taka þátt ætla ég ekki að breyta fríinu mínu. Það myndi kosta meira en ég græði. Svo ég verð ekki þar.“ De Decker kvaðst einnig ósáttur með staðsetningu mótsins. Honum fyndist ekkert spennandi að keppa í Den Bosch í Hollandi og vildi miklu frekar fara til Barein eða Ástralíu. Sem fyrr sagði vann De Decker Grand Prix í október á síðasta ári. Hann tapaði hins vegar fyrir Luke Woodhouse í 1. umferð heimsmeistaramótsins um jólin.
Pílukast Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira