Nýverið deildi hún myndbandi af sér að útbúa svokallaða ofurfæðis (e. superfood) súkkulaðikökubita og fylgjendur Jönu hafa keppst um að reyna að næla í uppskriftina.
Hana má finna hér en hún er birt með góðu leyfi Jönu:
Botninn:
1 bolli steinlausar döðlur
1 bolli valhnetur (eða 1/2 bolli valhnetur & 1/2 bolli pekanhnetur)
½ bolli pistasíuhnetur
1 msk chiafræ
2 msk hampfræ
3 msk kakóduft
1 msk brædd kókosolía
1 tsk vanilla
¼ tsk sjávarsalt
¼ bolli þurrkuð trönuber (eða þurrkuð kirsuber eða gojiber)
1 msk heitt vatn, ef þarf
Toppurinn:
100 gr dökkt gæða súkkulaði
1 msk kókosolía
Smá sjávarsalt ofan á
„Setjið döðlur, hnetur og ¼ bolla af pistasíuhnetum í matvinnsluvélina og blandið vel saman. Bætið því næst út í chiafræjum, hampfræjum, kakódufti, kókosolíu, restina af pistasíuhnetunum og vanillu.
Kveiktu a matvinnsluvélinni og blandaðu saman en ekki of lengi, mér finnst gott að hafa smá bita. Ef blandan er enn smá þurr skaltu bæta við 1-2 matskeiðum af volgu vatni.
Setjið bökunarpappír ofan í kassalaga eða ílangt form og pressið deiginu vel niður. Bræðið súkkulaðið og kókosolíuna yfir vatnsbaði og hellið ofan á botninn.
Frystið í nokkrar klukkustundir, stráið svo smá salt yfir og skerið í litla bita. Setjið í box með loki og geymið í frysti. Nælið ykkur í þegar ykkur langar í næringarríka mola sem eru fullir af góðri fitu, trefjum, steinefnum og orku.“