Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 22:34 Emma Alessandra og fjölskylda hennar fer úr landi að öllu óbreyttu fyrir helgi. AÐSEND Þriggja ára stúlku með heilsufarskvilla og foreldrum hennar verður að öllu óbreyttu vísað úr landi fyrir helgi. Stúlkan er bókuð í nauðsynlega skurðaðgerð hérlendis í febrúar. Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma Alessandra Reyes Portillo, þriggja ára, kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. „Því hefur verið hafnað. Síðast var því hafnað endanlega áðan,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hann hafði þá lagt til aðrar dagsetningar til að Emma kæmist í aðgerðina. Fjölskyldan fer að öllu óbreyttu úr landi fyrir helgi. „Úr því að þau hafa fengið þessa endanlegu synjun að fá ekki að vera yfir þessa aðgerð þá þora þau eiginlega ekki að vera í þeirri stöðu að vera brottvísað með valdi. Þannig að það lítur allt út fyrir að þau fari bara sjálfviljug þótt það sé nú ekki sjálfviljugt.“ Fjölskyldan kom til Íslands í júlí 2023. Þá vissi hún ekki af heilsufarskvillum Emmu. Að sögn Jóns lýsa þeir sér þannig að fótleggur Emmu er laus frá mjaðmagrindinni. Hún fór, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Búið er að bóka aðgerð 10. febrúar næstkomandi til að fjarlægja plötuna. Sé ekki gripið inn í gæti fótleggurinn losnað frá mjaðmagrindinni og það jafnvel leitt til fötlunar. Samkvæmt læknisráði þyrfti Emma helst að vera undir eftirliti sömu lækna og framkvæmdu aðgerðina að henni lokinni. Emma eftir fyrstu aðgerðina.AÐSEND „Það sem ég var að vonast til að myndi gerast í þessu máli er að þau fengju mannúðarleyfi vegna heilsu stelpunnar,“ segir Jón. Það liggi ekki fyrir hvort að Emma fengi aðgang að heilbrigðisþjónustu í Venesúela. „Mér finnst mjög einkennilegt að það má lesa þannig úr svörum útlendingastofnunar að þau meti það sem svo að það sé ekki í hagsmunum barnsins að fá að ljúka þessari nauðsynlegu aðgerð sem er samkvæmt læknismati nauðsynleg,“ segir Jón. „Mér finnst það andstætt meðalhófi að vera ekki tilbúin að sýna neina samvinnu með fólki sem er vissulega að reyna vinna með stjórnvöldum og erfitt að sjá hvernig það samræmist réttindum barnsins.“ Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma Alessandra Reyes Portillo, þriggja ára, kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. „Því hefur verið hafnað. Síðast var því hafnað endanlega áðan,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hann hafði þá lagt til aðrar dagsetningar til að Emma kæmist í aðgerðina. Fjölskyldan fer að öllu óbreyttu úr landi fyrir helgi. „Úr því að þau hafa fengið þessa endanlegu synjun að fá ekki að vera yfir þessa aðgerð þá þora þau eiginlega ekki að vera í þeirri stöðu að vera brottvísað með valdi. Þannig að það lítur allt út fyrir að þau fari bara sjálfviljug þótt það sé nú ekki sjálfviljugt.“ Fjölskyldan kom til Íslands í júlí 2023. Þá vissi hún ekki af heilsufarskvillum Emmu. Að sögn Jóns lýsa þeir sér þannig að fótleggur Emmu er laus frá mjaðmagrindinni. Hún fór, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Búið er að bóka aðgerð 10. febrúar næstkomandi til að fjarlægja plötuna. Sé ekki gripið inn í gæti fótleggurinn losnað frá mjaðmagrindinni og það jafnvel leitt til fötlunar. Samkvæmt læknisráði þyrfti Emma helst að vera undir eftirliti sömu lækna og framkvæmdu aðgerðina að henni lokinni. Emma eftir fyrstu aðgerðina.AÐSEND „Það sem ég var að vonast til að myndi gerast í þessu máli er að þau fengju mannúðarleyfi vegna heilsu stelpunnar,“ segir Jón. Það liggi ekki fyrir hvort að Emma fengi aðgang að heilbrigðisþjónustu í Venesúela. „Mér finnst mjög einkennilegt að það má lesa þannig úr svörum útlendingastofnunar að þau meti það sem svo að það sé ekki í hagsmunum barnsins að fá að ljúka þessari nauðsynlegu aðgerð sem er samkvæmt læknismati nauðsynleg,“ segir Jón. „Mér finnst það andstætt meðalhófi að vera ekki tilbúin að sýna neina samvinnu með fólki sem er vissulega að reyna vinna með stjórnvöldum og erfitt að sjá hvernig það samræmist réttindum barnsins.“
Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira