Báðir hafa neitað þessum ásökunum. BBC hefur eftir talsmanni þeirra að þeir ætli sér að halda áfram að starfa með yfirvöldum.
Tate og Tristan voru upprunalega handteknir í lok árs 2022, ásamt tveimur konum, og voru þau ákærð fyrir að stýra glæpasamtökum til þess að misnota konur kynferðislega. Síðan þá hafa þeir í gæsluvarðhaldi, stofufangelsi eða fararbanni.
Sjá einnig: Andrew Tate laus úr stofufangelsi
Í ágúst voru þeir svo aftur dæmdir í stofufangelsi vegna nýrra ákæra vegna ásakana um mansal á ólögráða einstaklingum, mansal, kynmök með ólögráða einstaklingi, skipulagðri glæpastarfsemi, tilraunir til að hafa áhrif á framburð vitna og peningaþvætti.
Sjá einnig: Húsleit hjá Andrew Tate vegna brota gegn ólögráða einstaklingum
Áfrýjunardómstóll í Rúmeníu komst í desember að þeirri niðurstöðu að málaferli gegn bræðrunum í fyrra málinu gætu ekki hafist vegna mistaka sem saksóknarar hefðu gert. Málinu var þó ekki lokað heldur þurfa saksóknarar að breyta ákærum sínum, finna ný sönnunargögn eða gera aðrar breytingar.
Bræðurnir hafa einnig verið ákærðir fyrir nauðgun og mansal í Bretlandi og hafa yfirvöld þar farið fram á að þeir verði framseldir. Rúmenskur dómari segir að það verði ákveðið þegar málaferlunum gegn þeim þar í landi verður lokið.