Rússar segja mikinn fjölda dróna hafa verið notaða til árásanna og sömuleiðis hafi Úkraínumenn notað vestrænar stýriflaugar.
Ef marka má rússneska herbloggara voru árásir gerðar á skotmörk víðsvegar um Rússland með um það bil tvö hundruð drónum. Flestar árásirnar virðast hafa beinst að hergagnaverksmiðjum, vöruskemmum og olíu- og gasvinnsluinnviðum.
Rússar hafa birt fjölmörg myndbönd af sprengingum og stærðarinnar bálum eftir árásir næturinnar, þrátt fyrir að bloggarar hafi haldið því fram að flestum drónanna og stýriflauganna hafi verið grandað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur enn sem komið er lítið sagt um árásirnar, annað en að sex ATACMS eldflaugar og sex Storm Shadow stýriflaugar hafi verið skotnar niður yfir Bryansk-héraði.
Hversu miklum skaða árásirnar ollu er óljóst, að svo stöddu.
Overnight, more than 100 drones attacked Russia, with explosions reported in 12 regions. Fires broke out at the Orgsintez plant in Kazan and an oil depot in Engels, while explosions were heard in Tambov, Voronezh, Tula, Orel, and Rostov regions. Airports in four cities were… pic.twitter.com/by36E0B5lg
— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) January 14, 2025
Ríkisstjóri Saratov-héraðs í Rússlandi sagði frá því í morgun að árásir hefðu verið gerðar á borgirnar Saratov og Engels, sem liggja vil Volgu. Fjölmargir drónar hafi verið notaðir og að árásirnar hafi valdið skaða á tveimur verksmiðjum.
Skólum í borginni var lokað í morgun vegna elda sem loga þar, samkvæmt frétt Reuters. Sambærileg árás Úkraínumanna á Engels í síðustu viku kveikti eld í olíugeymslustöð sem tók fimm daga að slökkva.
Varnarmálaráðuneyti Úkraínumanna segir árásir meðal annars hafa verið gerðar á olíugeymslu í Engels, efnaverksmiðju í Seltso sem notuð er til að framleiða sprengiefni og annað og tvær olíuvinnslur.
On January 14, Ukraine's Defense Forces carried out the largest attack on russian military facilities, targeting locations 200 to 1,100 km deep inside russia.@GeneralStaffUA reports on the aftermath of this operation. The targets were hit in the Bryansk, Saratov, and Tula… pic.twitter.com/N4Wdzmpn8R
— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 14, 2025
Uppfært: Yfirlýsingu Úkraínumanna hefur verið bætt við fréttina.