Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 10:52 Ben Gvir og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, á ísraelska þinginu í vetur. EPA/ABIR SULTAN Ben Gvir, fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael, viðurkenndi á myndbandi að hann hefði ítrekað komið í veg fyrir frið á Gasaströndinni á undanförnu ári. Í myndbandinu sagðist hann ætla að yfirgefa ríkisstjórn Ísraels, ef friðarsamkomulag yrði gert við Hamas-samtökin. Hvatti hann Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, til að yfirgefa einnig ríkisstjórnina. Gvir sagðist, í færslu á X, hafa ítrekað stöðvað fyrri friðarviðræður með sambærilegum hótunum en nú væru fleiri flokkar komnir inn í stjórnarsamstarfið og hann hefði ekki lengur vald til að binda enda á ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Hann segir að samkomulag við Hamas fæli í sér uppgjöf eftir rúmlega árs átök og dauða rúmlega fjögur hundruð hermanna. Stöðva þyrfti samkomulag, sem þykir líklegt á næstunni, svo dauði þeirra yrði ekki til einskis. Hann segist einnig kalla eftir því að mannúðaraðstoð til Gasa verði alfarið stöðvuð og lokað verði á aðgengi íbúa að eldsneyti, rafmagni og vatni, þar til búið verði að sigra Hamas að fullu. Smotrich sagðist i myndbandinu vera mótfallinn samkomulagi við Hamas, samkvæmt frétt Reuters, en hótaði því ekki að yfirgefa ríkisstjórnina. Samkvæmt fréttaveitunni er búist við því að meirihluti þingamanna styðji samkomulag um að binda enda á átökin á Gasa í skiptum fyrir það að gíslum verði sleppt úr haldi. Í frétt Times of Israel segir að færsla Gvir hafi vakið hörð viðbrögð í Ísrael og þá sérstaklega meðal fjölskyldna fólks sem hefur verið í haldi Hamas-liða á Gasaströndinni. Miðillinn hefur eftir ættingja Carmel Gat, konu sem lést í haldi Hamas, að ef Gvir hefði ekki komið í veg fyrir frið gæti Gat verið á lífi í dag. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði í morgun að ummæli Gvir sönnuðu að ríkisstjórn Netanjahú hefði ekki gert frið af pólitískum ástæðum. Hann sagðist hafa haldið þessu fram í ár og að fólk hefði ekki viljað trúa honum. Hið rétta hefði nú komið í ljós og lýsti Lapid yfir hneykslun sinni. Viðræður sagðar á lokastigi Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en utanríkisráðuneyti ríkisins lýsti því yfir rétt fyrir klukkan ellefu í morgun að þær væru á lokastigi og búist væri við því að samkomulag yrði brátt tilkynnt. Í Katar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heimildarmaður Reuters úr röðum Palestínumanna segir að samkomulag gæti mögulega verið opinberað seinna í dag. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Hvatti hann Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, til að yfirgefa einnig ríkisstjórnina. Gvir sagðist, í færslu á X, hafa ítrekað stöðvað fyrri friðarviðræður með sambærilegum hótunum en nú væru fleiri flokkar komnir inn í stjórnarsamstarfið og hann hefði ekki lengur vald til að binda enda á ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Hann segir að samkomulag við Hamas fæli í sér uppgjöf eftir rúmlega árs átök og dauða rúmlega fjögur hundruð hermanna. Stöðva þyrfti samkomulag, sem þykir líklegt á næstunni, svo dauði þeirra yrði ekki til einskis. Hann segist einnig kalla eftir því að mannúðaraðstoð til Gasa verði alfarið stöðvuð og lokað verði á aðgengi íbúa að eldsneyti, rafmagni og vatni, þar til búið verði að sigra Hamas að fullu. Smotrich sagðist i myndbandinu vera mótfallinn samkomulagi við Hamas, samkvæmt frétt Reuters, en hótaði því ekki að yfirgefa ríkisstjórnina. Samkvæmt fréttaveitunni er búist við því að meirihluti þingamanna styðji samkomulag um að binda enda á átökin á Gasa í skiptum fyrir það að gíslum verði sleppt úr haldi. Í frétt Times of Israel segir að færsla Gvir hafi vakið hörð viðbrögð í Ísrael og þá sérstaklega meðal fjölskyldna fólks sem hefur verið í haldi Hamas-liða á Gasaströndinni. Miðillinn hefur eftir ættingja Carmel Gat, konu sem lést í haldi Hamas, að ef Gvir hefði ekki komið í veg fyrir frið gæti Gat verið á lífi í dag. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði í morgun að ummæli Gvir sönnuðu að ríkisstjórn Netanjahú hefði ekki gert frið af pólitískum ástæðum. Hann sagðist hafa haldið þessu fram í ár og að fólk hefði ekki viljað trúa honum. Hið rétta hefði nú komið í ljós og lýsti Lapid yfir hneykslun sinni. Viðræður sagðar á lokastigi Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en utanríkisráðuneyti ríkisins lýsti því yfir rétt fyrir klukkan ellefu í morgun að þær væru á lokastigi og búist væri við því að samkomulag yrði brátt tilkynnt. Í Katar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heimildarmaður Reuters úr röðum Palestínumanna segir að samkomulag gæti mögulega verið opinberað seinna í dag. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila