Öll að koma til eftir fólskulegt brot Valur Páll Eiríksson skrifar 14. janúar 2025 08:00 Elín Klara fær aðstoð við að komast af velli eftir brotið fólskulega. Vísir/Jón Gautur Elín Klara Þorkelsdóttir er á batavegi eftir fautabrot andstæðings Hauka í Evrópuleik í gær. Haukakonur náðu sögulegum árangri og stefna enn lengra í keppninni. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug hefur Elín Klara sýnt og sannað að hún er ein af allra bestu handboltakonum landsins. Hún hefur verið driffjöðurin í öflugu Haukaliði sem náði sögulega góðum árangri er það komst áfram í EHF-bikarnum í gær. Elín Klara var markahæst Haukakvenna í tveggja marka sigri á Galychanka frá Lviv í Úkraínu. Sigurinn skilaði Haukum áfram í 8-liða úrslit keppninnar í fyrsta skipti í sögu kvennaliðs félagsins. „Helgin var ótrúlega skemmtileg. Það var geggjuð stemning á Ásvöllum og umgjörðin alveg til fyrirmyndar. Þetta var bara frábært og endaði vel,“ segir Elín Klara en báðir leikirnir fóru fram að Ásvöllum um helgina. „Það var geðveikt að fá báða leikina á heimavelli. Við vissum lítið um liðið og var aðeins þægilegra að mæta í leik tvö, þá vissum við hvað við vorum að fá. Þær komu svolítið á óvart, þær spiluðu við slök lið á undan svo við vorum ekki með rosalega góða leiki. Þær voru með hraða og ágætis leikmenn en voru ekki mjög fljótar heim sem við nýttum okkur vel í leikjunum.“ Var flengt í jörðina Þær úkraínsku virtust komnar með nóg af Elínu undir lok leiks í gær og fékk varnarmaður liðsins að líta beint rautt spjald fyrir þetta fautabrot. Elín var borin sárþjáð af velli en er blessunarlega á batavegi. Elínu Klöru var hrint hressilega og lenti illa á mjöðminni.Vísir/Jón Gautur „Þær voru svolítið grimmar, sérstaklega þarna undir lokin. Ég hefði kannski átt að vera bara róleg og ekki fara í svona árás,“ segir Elín létt. „Ég hugsa að þær hafi ekkert verið að spá mikið og hent í þessi grófu brot.“ Það fór betur en áhorfðist og Elín Klara var nokkuð brött degi eftir leik. „Ég er ágæt. Ég er með smá verk, þetta var aðallega bara höggið. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt,“ Fimmti leikurinn á tíu dögum Haukakonur þurfa að bíða í rúma viku eftir því að vita hvaða liði þær mæta í næstu umferð en 16-liða úrslitin klárast í hinum einvígjunum næstu helgi. Valskonur geta leikið afrek þeirra eftir en þær gerðu jafntefli við Malaga á Spáni á laugardaginn en spila síðari leikinn við spænska liðið að Hlíðarenda næstu helgi. Þessi lið mætast svo einmitt í miðri viku í Olís-deildinni svo það er skammt stórra högga á milli. Þrátt fyrir högg helgarinnar stefnir Elín Klara á að mæta Valskonum á miðvikudagskvöldið. „Já, algjörlega. Þetta var náttúrulega stíf vika. Við spiluðum fjóra leiki á einni viku og annar leikur strax núna á miðvikudaginn. En við bara slökum á og mætum af fullum krafti á miðvikudaginn,“ segir Elín sem nýtur þess að spila svo þétt. „Manni líður smá eins og maður sé í úrslitakeppninni. Það er smá þannig vibe. Það er ótrúlega gaman.“ Þvo bíla og selja fisk Haukakonur unnu lið frá Belgíu og Króatíu áður en kom að leikjum helgarinnar og það krefst vinnu að safna fyrir ferðalögunum sem fylgja. Sú vinna er auðveldari þegar árangurinn er svo góður. Klippa: Að jafna sig eftir fólskulegt brot „Félagið hefur staðið þétt við bakið á okkur og umgjörðin frábær. Foreldrar okkar í liðinu hafa verið ótrúlega duglegir að hjálpast að og svo erum við duglegar í fjáröflunum. Við erum þakklátar fyrir alla hjálp sem við fáum,“ segir Elín Klara. En hvað hafa Haukakonur verið að gera til að safna fé? „Við höfum verið að sinna bílaþvætti og selja fisk og svona allskyns fjáraflanir.“ Elín Klara er þá strax farin að hlakka til 8-liða úrslitanna sem fara fram í seinni hluta febrúar. „Þetta er ótrúlega gaman. Við erum spenntar fyrir næsta drætti. Þetta er mikil heiður og í fyrsta skipti í sögu Hauka sem kvennalið er komið í 8-liða úrslit sem er bara frábært. Þetta er gott fyrir íslenskan kvennahandbolta og við erum virkilega stoltar af því.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Haukar Handbolti EHF-bikarinn Olís-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug hefur Elín Klara sýnt og sannað að hún er ein af allra bestu handboltakonum landsins. Hún hefur verið driffjöðurin í öflugu Haukaliði sem náði sögulega góðum árangri er það komst áfram í EHF-bikarnum í gær. Elín Klara var markahæst Haukakvenna í tveggja marka sigri á Galychanka frá Lviv í Úkraínu. Sigurinn skilaði Haukum áfram í 8-liða úrslit keppninnar í fyrsta skipti í sögu kvennaliðs félagsins. „Helgin var ótrúlega skemmtileg. Það var geggjuð stemning á Ásvöllum og umgjörðin alveg til fyrirmyndar. Þetta var bara frábært og endaði vel,“ segir Elín Klara en báðir leikirnir fóru fram að Ásvöllum um helgina. „Það var geðveikt að fá báða leikina á heimavelli. Við vissum lítið um liðið og var aðeins þægilegra að mæta í leik tvö, þá vissum við hvað við vorum að fá. Þær komu svolítið á óvart, þær spiluðu við slök lið á undan svo við vorum ekki með rosalega góða leiki. Þær voru með hraða og ágætis leikmenn en voru ekki mjög fljótar heim sem við nýttum okkur vel í leikjunum.“ Var flengt í jörðina Þær úkraínsku virtust komnar með nóg af Elínu undir lok leiks í gær og fékk varnarmaður liðsins að líta beint rautt spjald fyrir þetta fautabrot. Elín var borin sárþjáð af velli en er blessunarlega á batavegi. Elínu Klöru var hrint hressilega og lenti illa á mjöðminni.Vísir/Jón Gautur „Þær voru svolítið grimmar, sérstaklega þarna undir lokin. Ég hefði kannski átt að vera bara róleg og ekki fara í svona árás,“ segir Elín létt. „Ég hugsa að þær hafi ekkert verið að spá mikið og hent í þessi grófu brot.“ Það fór betur en áhorfðist og Elín Klara var nokkuð brött degi eftir leik. „Ég er ágæt. Ég er með smá verk, þetta var aðallega bara höggið. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt,“ Fimmti leikurinn á tíu dögum Haukakonur þurfa að bíða í rúma viku eftir því að vita hvaða liði þær mæta í næstu umferð en 16-liða úrslitin klárast í hinum einvígjunum næstu helgi. Valskonur geta leikið afrek þeirra eftir en þær gerðu jafntefli við Malaga á Spáni á laugardaginn en spila síðari leikinn við spænska liðið að Hlíðarenda næstu helgi. Þessi lið mætast svo einmitt í miðri viku í Olís-deildinni svo það er skammt stórra högga á milli. Þrátt fyrir högg helgarinnar stefnir Elín Klara á að mæta Valskonum á miðvikudagskvöldið. „Já, algjörlega. Þetta var náttúrulega stíf vika. Við spiluðum fjóra leiki á einni viku og annar leikur strax núna á miðvikudaginn. En við bara slökum á og mætum af fullum krafti á miðvikudaginn,“ segir Elín sem nýtur þess að spila svo þétt. „Manni líður smá eins og maður sé í úrslitakeppninni. Það er smá þannig vibe. Það er ótrúlega gaman.“ Þvo bíla og selja fisk Haukakonur unnu lið frá Belgíu og Króatíu áður en kom að leikjum helgarinnar og það krefst vinnu að safna fyrir ferðalögunum sem fylgja. Sú vinna er auðveldari þegar árangurinn er svo góður. Klippa: Að jafna sig eftir fólskulegt brot „Félagið hefur staðið þétt við bakið á okkur og umgjörðin frábær. Foreldrar okkar í liðinu hafa verið ótrúlega duglegir að hjálpast að og svo erum við duglegar í fjáröflunum. Við erum þakklátar fyrir alla hjálp sem við fáum,“ segir Elín Klara. En hvað hafa Haukakonur verið að gera til að safna fé? „Við höfum verið að sinna bílaþvætti og selja fisk og svona allskyns fjáraflanir.“ Elín Klara er þá strax farin að hlakka til 8-liða úrslitanna sem fara fram í seinni hluta febrúar. „Þetta er ótrúlega gaman. Við erum spenntar fyrir næsta drætti. Þetta er mikil heiður og í fyrsta skipti í sögu Hauka sem kvennalið er komið í 8-liða úrslit sem er bara frábært. Þetta er gott fyrir íslenskan kvennahandbolta og við erum virkilega stoltar af því.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Haukar Handbolti EHF-bikarinn Olís-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira