Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 17:02 Leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson deilir uppskrift að vegan veislu með lesendum Vísis. SAMSETT Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim. Kolbeinn er duglegur að prófa sig áfram í eldhúsinu ásamt kærustu hans Aldísi Amah Hamilton. Nýverið birti parið girnilegar myndir af kínóa prótein skál á Instagram en Kolbeinn deilir hér uppskriftinni með lesendum Lífsins. Kolbeinn Arnbjörnsson er duglegur að útbúa skemmtilegan vegan mat.Aðsend Kínóa (e. Quinoa) prótein skál „Stútfull af próteini, góðum kolvetnum, fitu, vítamínum og snefilefnum. Kínóa inniheldur til að mynda allar 9 amínósýrurnar sem líkaminn þarfnast, líkt og tófú. Kínóa er líka hátt í járni, magnesíum og zink svo eitthvað sé nefnt. Baunirnar, salatið og kínóað er pakk fullt af trefjum. Tófúið, næringargerið, baunirnar og kínóað viðbætt færa okkur svo próteinríka, meinholla og seðjandi máltíð,“ segir Kolbeinn og bætir hér við uppskriftinni: Kínóa prótein skálin sló í gegn á heimili Kolbeins og Aldísar.Aldís Amah Hamilton „1 dl af kínóa á móti 2 dl vatni í pott eða hrísgrjónapott og látið sjóða á meðan salatið er undirbúið (ég nota svart kínóa) Olía á pönnu á miðlungshita 1 saxaður laukur, 2 saxaðir hvítlauksgeirar, matskeið af sesamfræjum ásamt teskeið af þurrkuðum chili (eða reyktri papriku fyrir viðkvæma) látið malla á pönnunni þar til laukurinn er gegnsær eða farinn að taka á sig gylltan lit Hálfur rauðkálshaus skorinn niður í fína strimla og bætt út á pönnuna ásamt sambærilegu magni af spínati, brokkolí og papriku (eða það grænmeti sem til er í ísskápnum) Hitinn á pönnunni hækkaður og þetta steikt saman ásamt dós af chili baunum Kryddað með salt, pipar, reyktri papriku, kúmin og timian. Sirka teskeið af hverju kryddi fyrir sig Hitinn lækkaður aftur á pönnunni. Quinoa hrært saman við þegar það er orðið soðið Sett í skálar ásamt viðbættu guacamole, sósunni og slettu af salsa. Borið fram með kóríander og Súraldin kreist yfir. Gott að mylja síðan nachos flögur eða strá yfir hnetum eða þurrkuðum sojabaunum Sósan: Hálfur kubbur af Silki tófú (má líka vera venjulegt) 3-4 msk næringarger 3-4 msk salsasósa 1 tsk reykt paprika 1 tsk cumin 1 msk eplaedik 150 ml plöntumjólk eða kókosrjómi (mér finnst gott að nota kókosrjóma til að gera meira creamy) Allt sett saman í blandara og þeytt. Guacamole: 1-2 avókadó stöppuð saman með hálfu kreistu súraldin (lime), salt og pipar eftir smekk. Má auðvitað bæta við tómati, papriku og lauk en ég læt það vera þar sem nóg er af grænmeti í salatinu sjálfu Vegan Matur Uppskriftir Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun
Kolbeinn er duglegur að prófa sig áfram í eldhúsinu ásamt kærustu hans Aldísi Amah Hamilton. Nýverið birti parið girnilegar myndir af kínóa prótein skál á Instagram en Kolbeinn deilir hér uppskriftinni með lesendum Lífsins. Kolbeinn Arnbjörnsson er duglegur að útbúa skemmtilegan vegan mat.Aðsend Kínóa (e. Quinoa) prótein skál „Stútfull af próteini, góðum kolvetnum, fitu, vítamínum og snefilefnum. Kínóa inniheldur til að mynda allar 9 amínósýrurnar sem líkaminn þarfnast, líkt og tófú. Kínóa er líka hátt í járni, magnesíum og zink svo eitthvað sé nefnt. Baunirnar, salatið og kínóað er pakk fullt af trefjum. Tófúið, næringargerið, baunirnar og kínóað viðbætt færa okkur svo próteinríka, meinholla og seðjandi máltíð,“ segir Kolbeinn og bætir hér við uppskriftinni: Kínóa prótein skálin sló í gegn á heimili Kolbeins og Aldísar.Aldís Amah Hamilton „1 dl af kínóa á móti 2 dl vatni í pott eða hrísgrjónapott og látið sjóða á meðan salatið er undirbúið (ég nota svart kínóa) Olía á pönnu á miðlungshita 1 saxaður laukur, 2 saxaðir hvítlauksgeirar, matskeið af sesamfræjum ásamt teskeið af þurrkuðum chili (eða reyktri papriku fyrir viðkvæma) látið malla á pönnunni þar til laukurinn er gegnsær eða farinn að taka á sig gylltan lit Hálfur rauðkálshaus skorinn niður í fína strimla og bætt út á pönnuna ásamt sambærilegu magni af spínati, brokkolí og papriku (eða það grænmeti sem til er í ísskápnum) Hitinn á pönnunni hækkaður og þetta steikt saman ásamt dós af chili baunum Kryddað með salt, pipar, reyktri papriku, kúmin og timian. Sirka teskeið af hverju kryddi fyrir sig Hitinn lækkaður aftur á pönnunni. Quinoa hrært saman við þegar það er orðið soðið Sett í skálar ásamt viðbættu guacamole, sósunni og slettu af salsa. Borið fram með kóríander og Súraldin kreist yfir. Gott að mylja síðan nachos flögur eða strá yfir hnetum eða þurrkuðum sojabaunum Sósan: Hálfur kubbur af Silki tófú (má líka vera venjulegt) 3-4 msk næringarger 3-4 msk salsasósa 1 tsk reykt paprika 1 tsk cumin 1 msk eplaedik 150 ml plöntumjólk eða kókosrjómi (mér finnst gott að nota kókosrjóma til að gera meira creamy) Allt sett saman í blandara og þeytt. Guacamole: 1-2 avókadó stöppuð saman með hálfu kreistu súraldin (lime), salt og pipar eftir smekk. Má auðvitað bæta við tómati, papriku og lauk en ég læt það vera þar sem nóg er af grænmeti í salatinu sjálfu
Vegan Matur Uppskriftir Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp