Frá þessu greinir Þóra á Facebook. „Þessi ákvörðun var síður en svo auðveld, en það er mín sannfæring að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig á þessum tímamótum. Maður minn, hvað það hefur verið gaman!“ segir hún.
Hún segist kveðja samstarfsmenn sína með söknuði og hugsi til þeirra verkefna sem hún hafi tekið þátt í að láta verða að veruleika og þeirra sem eru enn í farvatninu.
„Nú þegar ég klára mína síðustu mánuði hjá Sýn horfi ég björtum augum fram á veginn og efast ekki um að spennandi tækifæri leynist handan við hornið.“
Þóra er þriðji starfsmaður Stöðvar 2 sem ákveður að hætta það sem af er ári. Í síðustu viku var greint frá því að Eva Georgs. Ásudóttir, hefði samið um starfslok sem sjónvarpsstjóri og að Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefði ákveðið að hætta sem dagskrárgerðarmaður á stöðinni.
Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar.