Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 21:44 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur staðið sig frábærlega með Inter á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Getty/Mairo Cinquetti Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í marki Inter sem vann sigur í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. Í Serie A-deild karla náði Napoli að auka forystu sína á toppnum. Cecilía Rán hefur leikið frábærlega með Inter á tímabilinu til þessa og er orðin algjör lykilmaður í liðinu eftir að hafa glímt við erfið meiðsli síðustu misseri. Í dag mætti Inter liði Roma en liðin voru jöfn að stigum í 2. - 3. sæti deildarinnar. Roma hefur unnið ítalska meistaratitilinn síðustu tvö tímabilin. Elisa Polli kom Inter í forystu á 11. mínutu leiksins en leikið var í Mílanó. Hin danska Frederike Thogersen jafnaði metin fyrir Roma tveimur mínútum síðar en á 24. mínútu fékk Valentina Giacinti í liði Roma rautt spjald og meistararnir því einum færri. Það nýttu gestirnir úr Inter sér í síðari hálfleik. Þá skoraði Annamaria Serturini sigurmarkið og tryggði liðinu mikilvægan sigur. Inter er nú eitt í 2. sæti deildarinnar með 31 stig og er sjö stigum á eftir toppliði Juventus. Spenna á toppnum Í Serie A-deild karla minnkaði Inter forskot Napoli á toppnum niður í eitt stig fyrr í dag eftir sigur á Venezia. Napoli fékk hins vegar tækifæri í kvöld til að auka muninn á ný þegar liðið mætti Verona á heimavelli. Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn því Lorenzo Montipo skoraði sjálfsmark strax á 5. mínútu og Napoli því komið 1-0 yfir. Þannig var staðan í leikhléi en á 61. mínútu skoraði hinn kamerúnski Frank Anguissa annað mark Napoli og toppliðið komið í góða stöðu. Frank Anguissa fagnar hér marki sínu.Vísir/Getty Fleiri urðu mörkin ekki og forysta Napoli á toppnum því orðin fjögur stig á ný. Liðið hefur leikið tuttugu leiki í Serie A-deildinni en Inter tveimur leikjum færra og hefur því tapað færri stigum. Ítalski boltinn Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
Cecilía Rán hefur leikið frábærlega með Inter á tímabilinu til þessa og er orðin algjör lykilmaður í liðinu eftir að hafa glímt við erfið meiðsli síðustu misseri. Í dag mætti Inter liði Roma en liðin voru jöfn að stigum í 2. - 3. sæti deildarinnar. Roma hefur unnið ítalska meistaratitilinn síðustu tvö tímabilin. Elisa Polli kom Inter í forystu á 11. mínutu leiksins en leikið var í Mílanó. Hin danska Frederike Thogersen jafnaði metin fyrir Roma tveimur mínútum síðar en á 24. mínútu fékk Valentina Giacinti í liði Roma rautt spjald og meistararnir því einum færri. Það nýttu gestirnir úr Inter sér í síðari hálfleik. Þá skoraði Annamaria Serturini sigurmarkið og tryggði liðinu mikilvægan sigur. Inter er nú eitt í 2. sæti deildarinnar með 31 stig og er sjö stigum á eftir toppliði Juventus. Spenna á toppnum Í Serie A-deild karla minnkaði Inter forskot Napoli á toppnum niður í eitt stig fyrr í dag eftir sigur á Venezia. Napoli fékk hins vegar tækifæri í kvöld til að auka muninn á ný þegar liðið mætti Verona á heimavelli. Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn því Lorenzo Montipo skoraði sjálfsmark strax á 5. mínútu og Napoli því komið 1-0 yfir. Þannig var staðan í leikhléi en á 61. mínútu skoraði hinn kamerúnski Frank Anguissa annað mark Napoli og toppliðið komið í góða stöðu. Frank Anguissa fagnar hér marki sínu.Vísir/Getty Fleiri urðu mörkin ekki og forysta Napoli á toppnum því orðin fjögur stig á ný. Liðið hefur leikið tuttugu leiki í Serie A-deildinni en Inter tveimur leikjum færra og hefur því tapað færri stigum.
Ítalski boltinn Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira