Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 21:09 Raphinha hefur verið frábær hjá Barcelona á tímabilinu. Vísir/Getty Barcelona vann í kvöld Ofurbikarinn í spænska boltanum eftir að hafa rúllað yfir erkifjendur sína í úrslitaleik. Leikur liðanna fór fram á King Abdullah Sports City-leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Barcelona lagði Athletic Bilbao 2-0 í undanúrslitum keppninnar en Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á Mallorca. Það var því búið að dúka upp fyrir sannkallaða veislu í kvöld og áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð. Mark Kylian Mbappe í upphafi leiks var skammgóður vermir fyrir lið Real Madrid.Vísir/Getty Strax á 5. mínútu skoraði stórstjarnan Kylian Mbappe fyrsta mark leiksins og kom Real Madrid í forystu eftir að hafa fengið sendingu frá Vinicius Jr. Ef einhverjir héldu að þetta hefði slökkt neistann hjá liði Barcelona þá höfðu þeir heldur betur rangt fyrir sér því Börsungar svöruðu með fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Lamine Yamal á 22. mínútu áður en Robert Lewandowski kom Barcelona í forystu á 36. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði síðan Raphinha og þegar tíu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Alejandro Balde og Barcelona komið með 4-1 forystu. Börsungar skemmtu sér vel í kvöld.Vísir/Getty Niðurlæging Real Madrid hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks þegar Raphinha skoraði sitt annað mark og kom Barcelona í 5-1. Sem betur fer fyrir lærisveina Carlo Ancelotti fékk markvörður Barcelona Wojciech Szczesny rautt spjald skömmu síðar fyrir að brjóta á Mbappe fyrir utan vítateig. Þetta riðlaði leik Barcelona töluvert og ekki bætti úr skák að Rodrygo skoraði beint úr aukaspyrnunni sem dæmd var og því þurfti varamarkvörðurinn Inaki Pena að byrja á því að sækja boltann í netið. Anybody up for some FIVE GUYS? 🍔🍟— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 12, 2025 Mörkin urðu þó ekki fleiri. Barcelona vann 5-2 sigur og eru því sigurvegari Ofurbikarsins þetta árið. Það ætti að gefa liðinu aukið sjálfstraust því liðinu gekk bölvanlega í síðustu leikjum sínum fyrir áramót og missti niður forystu sína á toppnum og er nú sex stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir nágrönnum sínum. Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira
Leikur liðanna fór fram á King Abdullah Sports City-leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Barcelona lagði Athletic Bilbao 2-0 í undanúrslitum keppninnar en Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á Mallorca. Það var því búið að dúka upp fyrir sannkallaða veislu í kvöld og áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð. Mark Kylian Mbappe í upphafi leiks var skammgóður vermir fyrir lið Real Madrid.Vísir/Getty Strax á 5. mínútu skoraði stórstjarnan Kylian Mbappe fyrsta mark leiksins og kom Real Madrid í forystu eftir að hafa fengið sendingu frá Vinicius Jr. Ef einhverjir héldu að þetta hefði slökkt neistann hjá liði Barcelona þá höfðu þeir heldur betur rangt fyrir sér því Börsungar svöruðu með fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Lamine Yamal á 22. mínútu áður en Robert Lewandowski kom Barcelona í forystu á 36. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði síðan Raphinha og þegar tíu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Alejandro Balde og Barcelona komið með 4-1 forystu. Börsungar skemmtu sér vel í kvöld.Vísir/Getty Niðurlæging Real Madrid hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks þegar Raphinha skoraði sitt annað mark og kom Barcelona í 5-1. Sem betur fer fyrir lærisveina Carlo Ancelotti fékk markvörður Barcelona Wojciech Szczesny rautt spjald skömmu síðar fyrir að brjóta á Mbappe fyrir utan vítateig. Þetta riðlaði leik Barcelona töluvert og ekki bætti úr skák að Rodrygo skoraði beint úr aukaspyrnunni sem dæmd var og því þurfti varamarkvörðurinn Inaki Pena að byrja á því að sækja boltann í netið. Anybody up for some FIVE GUYS? 🍔🍟— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 12, 2025 Mörkin urðu þó ekki fleiri. Barcelona vann 5-2 sigur og eru því sigurvegari Ofurbikarsins þetta árið. Það ætti að gefa liðinu aukið sjálfstraust því liðinu gekk bölvanlega í síðustu leikjum sínum fyrir áramót og missti niður forystu sína á toppnum og er nú sex stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir nágrönnum sínum.
Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira