Tala látinna í Los Angeles hækkar en slökkviliði gengur illa að ná tökum á gróðureldunum sem hafa geisað undanfarna daga. Þeim hefur borist liðsauki frá Mexíkó.
Sérfræðingur segir að aðstoð Norður-Kóreu í stríði Rússa gegn Úkraínumönnum sýni fram á veika stöðu Rússlands. Úkraínumenn hafa tekið tvo norðurkóreska hermenn til fanga.
Kylfingurinn Gunnlaugur Árni gerði gott mót í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina. Við heyrum í Gunnlaugi í hádegisfréttum.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.