Alls sextán látin í eldunum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2025 10:15 Eldtefjandi efnum hefur verið kastað úr flugvélum yfir stór svæði til að reyna að hemja útbreiðslu eldanna. Myndin er tekin í bakgarði fólks í Mandeville Canyon í gær. Vísir/AP Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. Útgöngubann var í Los Angeles í nótt en ný fyrirmæli hafa verið gefin út vegna rýmingar í norðausturhluta borgarinnar vegna frekari útbreiðslu eldanna í Palisades. Eldar geisa á nokkrum stöðum í borginni. Hér á vef Reuters er hægt að sjá myndir af því hvernig Palisades leit út fyrir og eftir eldana. Christian Litz slökkviliðsstjórinn sagði gær að aðaláhersla viðbragðsaðila yrðu eldarnir í Palisades sem eru komnir nálægt UCLA háskólasvæðinu og Getty safninu. Í frétt Guardian segir að síðasta sólarhringinn hafi eldarnir breiðst út um 400 hektara til viðbótar. Myndin er tekin af Maxar Technologies og sýnir Palisades eldinn brenna sunnan Encino vatnsbólsins í Los Angeles. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þá segir að slökkviliðsmenn hafi átt undir högg að sækja í Mandeville Canyon þar sem til dæmis Arnold Schwarzenegger og fleira frægt fólk á heima. Mandeville Canyon er ekki fjarri ströndinni við Kyrrahafið þar sem unnið var að því um helgina að kasta niður vatni úr þyrlum á sama tíma og eldarnir héldu niður á við. Sjá einnig: Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Veðurstofan í Bandaríkjunum hefur varað við því að vindur verði óhagstæður og hraðaði frá laugardagskvöldi og til sunnudagsmorguns í Los Angeles og Ventura sýslu. Þá hafa þau einnig spáð því að síðdegis á mánudag og fram á þriðjudagsmorgun verði vindurinn hraðari og allt að 13 metrar á sekúndu og hviður upp að allt að 31 metrum á sekúndu. Þá segir að eldarnir hafi í gær verið nálægt því að stökkva yfir 405 hraðbrautina sem skilur að þéttbýl hverfi í Hollywood Hills og San Fernando dalnum. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum úr flugvél til að koma í veg fyrir að Palisades eldarnir breiðist frekar út í Mandeville Canyon. Myndin var tekin í gær, 11. janúar. Rob Bonta, ríkissaksóknari Kaliforníu hefur varað við því að það sé ólöglegt að hækka verð umfram markaðsvirði, stela og að svindla á fólki og að allir sem verði uppvísir að því í tengslum við eldana verði látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. „Við höfum séð fyrirtæki og leigusala.. keyra upp verðin,“ sagði hann í samtali við blaðamenn á blaðamannafundi í gær. „Þetta heitir að hækka verð yfir markaðsvirði [e. price gouging]. Það er ólöglegt. Þetta áttu ekki að gera. Þetta er glæpur,“ sagði hann og að refsingin væri allt að eitt ár í fangelsi og sektir. Þá sagði hann að verð ætti hækka að hækka umfram tíu prósent miðað við það sem það var fyrir eldana. Hann sagði þetta lögin í Kaliforníu og að þau væru í gildi til að vernda þau sem verða fyrir harmleik. Slökkviliðsmaður reynir að slökkva elda í Mandevilla Canyon í Palisades eldunum. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þetta sagði hann í kjölfar þess að greint hefði verið frá því að margir íbúar sem misst hafa heimili sín hafa greint frá því að geta ekki fundið sér nýjan stað til að vera á vegna þess að verðið er of hátt. Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Útgöngubann var í Los Angeles í nótt en ný fyrirmæli hafa verið gefin út vegna rýmingar í norðausturhluta borgarinnar vegna frekari útbreiðslu eldanna í Palisades. Eldar geisa á nokkrum stöðum í borginni. Hér á vef Reuters er hægt að sjá myndir af því hvernig Palisades leit út fyrir og eftir eldana. Christian Litz slökkviliðsstjórinn sagði gær að aðaláhersla viðbragðsaðila yrðu eldarnir í Palisades sem eru komnir nálægt UCLA háskólasvæðinu og Getty safninu. Í frétt Guardian segir að síðasta sólarhringinn hafi eldarnir breiðst út um 400 hektara til viðbótar. Myndin er tekin af Maxar Technologies og sýnir Palisades eldinn brenna sunnan Encino vatnsbólsins í Los Angeles. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þá segir að slökkviliðsmenn hafi átt undir högg að sækja í Mandeville Canyon þar sem til dæmis Arnold Schwarzenegger og fleira frægt fólk á heima. Mandeville Canyon er ekki fjarri ströndinni við Kyrrahafið þar sem unnið var að því um helgina að kasta niður vatni úr þyrlum á sama tíma og eldarnir héldu niður á við. Sjá einnig: Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Veðurstofan í Bandaríkjunum hefur varað við því að vindur verði óhagstæður og hraðaði frá laugardagskvöldi og til sunnudagsmorguns í Los Angeles og Ventura sýslu. Þá hafa þau einnig spáð því að síðdegis á mánudag og fram á þriðjudagsmorgun verði vindurinn hraðari og allt að 13 metrar á sekúndu og hviður upp að allt að 31 metrum á sekúndu. Þá segir að eldarnir hafi í gær verið nálægt því að stökkva yfir 405 hraðbrautina sem skilur að þéttbýl hverfi í Hollywood Hills og San Fernando dalnum. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum úr flugvél til að koma í veg fyrir að Palisades eldarnir breiðist frekar út í Mandeville Canyon. Myndin var tekin í gær, 11. janúar. Rob Bonta, ríkissaksóknari Kaliforníu hefur varað við því að það sé ólöglegt að hækka verð umfram markaðsvirði, stela og að svindla á fólki og að allir sem verði uppvísir að því í tengslum við eldana verði látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. „Við höfum séð fyrirtæki og leigusala.. keyra upp verðin,“ sagði hann í samtali við blaðamenn á blaðamannafundi í gær. „Þetta heitir að hækka verð yfir markaðsvirði [e. price gouging]. Það er ólöglegt. Þetta áttu ekki að gera. Þetta er glæpur,“ sagði hann og að refsingin væri allt að eitt ár í fangelsi og sektir. Þá sagði hann að verð ætti hækka að hækka umfram tíu prósent miðað við það sem það var fyrir eldana. Hann sagði þetta lögin í Kaliforníu og að þau væru í gildi til að vernda þau sem verða fyrir harmleik. Slökkviliðsmaður reynir að slökkva elda í Mandevilla Canyon í Palisades eldunum. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þetta sagði hann í kjölfar þess að greint hefði verið frá því að margir íbúar sem misst hafa heimili sín hafa greint frá því að geta ekki fundið sér nýjan stað til að vera á vegna þess að verðið er of hátt.
Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira