Enski boltinn

Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Stuðningsmaður Harrogate Town mætti með sinn eigin FA-bikar í stúkuna í Leeds í kvöld.
Stuðningsmaður Harrogate Town mætti með sinn eigin FA-bikar í stúkuna í Leeds í kvöld. Vísir/Getty

Leeds United er komið áfram í næstu umferð eftir nauman sigur á D-deildar liði Harrogate Town. Þá er Coventry sömuleiðis komið áfram eftir sigur í Championship-slag.

Leeds United hefur spilað vel í Championship-deildinni á tímabilinu og situr í efsta sæti deildarinnar þegar tímabilið er rúmlega hálfnað.

Liðið mætti í dag Harrogate Town í ensku bikarnum en Harrogate leikur í fjórðu efstu deild. Því var búist við þægilegum leik fyrir Leeds United.

Annað kom þó á daginn. Staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus en á 59. mínútu skoraði Largie Ramazani fyrir Leeds United og kom liðinu í 1-0. Það reyndist eina mark leiksins. Gestirnir frá Harrogate ollu liði Leeds aldrei miklum vandræðum en í stöðunni 1-0 er alltaf möguleiki á að eitthvað gerist.

Coventry/Sheffield

Enska bikarkeppnin heldur áfram á morgun en þá mætast meðal annars Arsenal og Manchester United í stórleik umferðarinnar.

Öll úrslit dagsins í 64-liða úrslitum FA bikarsins

Middlesbrough - Blackburn 0-1

Bristol City - Wolves 1-2

Birmingham - Lincoln 2-1

Liverpool - Accrington 4-0

Leicester - QPR 6-2

Sunderland - Stoke 1-2 (eftir framlengingu)

Reading - Burnley 1-3 (eftir framlengingu)

Nottingham Forest - Luton 2-0

Norwich - Brighton 0-4

Exeter - Oxford United 3-1

Chelsea - Morecamb 5-0

Brentford - Plymouth 0-1

Bournemouth - West Brom 5-1

Manchester City - Salford 8-0

Leeds - Harrogate 1-0

Coventry - Sheffield United 1-1 (4-3 í vítaspyrnukeppni)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×