Fótbolti

Kane tryggði Bayern fjögurra stiga for­ystu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kane fagnar sigurmarki sínu í dag.
Kane fagnar sigurmarki sínu í dag. Vísir/Getty

Bayern náði á ný fjögurra stiga forskoti á toppi þýsku deildarinnar í knattspyrnu eftir góðan útisigur á Borussia Mönchengladbach í dag.

Meistarar Bayer Leverkusen minnkuðu forskot Bayern Munchen á toppi þýsku deildarinnar niður í eitt stig í gærkvöldi eftir góðan útisigur á Borussia Dortmund.

Í dag var lið Bayern Munchen mætt í heimsókn til Gladbach og gat aukið muninn í fjögur sig á ný með sigri. Það tókst því Harry Kane skoraði eina mark leiksins úr víti á 68. mínútu leiksins en þetta er fimmtánda mark Kane í fjórtán leikjum í þýsku deildinni. Lið Bayern var mun betri aðilinn í leiknum og fór illa með góð tækifæri til að skora fleiri mörk.

Bayern Munchen er nú með 39 stig á toppi deildarinnar en Leverkusen með 35 stig í öðru sæti. Frankfurt er í þriðja sæti með 30 stig og stefnir því í einvígi Bayern Munchen og Bayer Leverkusen um þýska meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×