Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2025 13:45 Mike De Decker vann Grand Prix á síðasta ári. getty/Nathan Stirk Belginn Mike De Decker er æfur yfir því að gengið hafi verið framhjá honum í vali á keppendum fyrir úrvalsdeildina í pílukasti. Í gær var greint frá því hvaða átta pílukastarar fengu keppnisrétt í úrvalsdeildinni. De Decker er ekki þar á meðal. Hann er afar ósáttur við það og segir að um skandal sé að ræða. De Decker datt snemma úr leik á HM en vann Grand Prix og er fyrsti pílukastarinn í tuttugu ára sögu úrvalsdeildarinnar sem er ekki valinn til þátttöku í henni þrátt fyrir að vinna stórt sjónvarpsmót. „Að mínu mati er þetta skandall,“ sagði De Decker við Het Nieuwsblad í heimalandinu. Hann er ekki sammála mati framkvæmdastjóra úrvalsdeildarinnar, Matt Porter, um að hann sé ekki alveg tilbúinn til að taka þátt í henni. „Mér fannst sú útskýring ekki sanngjörn. Eftir sigurinn á Grand Prix sagði ég að ég væri kannski ekki tilbúinn og sé eftir því. Eftir það sannaði ég á öðrum mótum að ég geti keppt við þá bestu. Þetta gekk bara ekki upp á HM. Það var skítt og algjör synd að þetta hafi gerst þá en mér finnst ég samt vera tilbúinn.“ Skaut á Aspinall og Price De Decker finnst hann frekar hafa átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni heldur en til dæmis Nathan Aspinall og Gerwyn Price. „Þeir eiga það ekki skilið. Allt í einu komast þeir í átta manna úrslit á HM og eru komnir hingað,“ sagði De Decker. „Aspinall er bara þarna út af inngöngunni sinni og skemmtuninni og ef Price stendur sig illa fyrstu vikurnar byrjar hann aftur að kvarta. Sagt er að þú komist í úrvalsdeildina vegna úrslita en sú ekki víst ekki raunin.“ Auk Prices og Aspinalls keppa heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey í úrvalsdeildinni 2025. Pílukast Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Í gær var greint frá því hvaða átta pílukastarar fengu keppnisrétt í úrvalsdeildinni. De Decker er ekki þar á meðal. Hann er afar ósáttur við það og segir að um skandal sé að ræða. De Decker datt snemma úr leik á HM en vann Grand Prix og er fyrsti pílukastarinn í tuttugu ára sögu úrvalsdeildarinnar sem er ekki valinn til þátttöku í henni þrátt fyrir að vinna stórt sjónvarpsmót. „Að mínu mati er þetta skandall,“ sagði De Decker við Het Nieuwsblad í heimalandinu. Hann er ekki sammála mati framkvæmdastjóra úrvalsdeildarinnar, Matt Porter, um að hann sé ekki alveg tilbúinn til að taka þátt í henni. „Mér fannst sú útskýring ekki sanngjörn. Eftir sigurinn á Grand Prix sagði ég að ég væri kannski ekki tilbúinn og sé eftir því. Eftir það sannaði ég á öðrum mótum að ég geti keppt við þá bestu. Þetta gekk bara ekki upp á HM. Það var skítt og algjör synd að þetta hafi gerst þá en mér finnst ég samt vera tilbúinn.“ Skaut á Aspinall og Price De Decker finnst hann frekar hafa átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni heldur en til dæmis Nathan Aspinall og Gerwyn Price. „Þeir eiga það ekki skilið. Allt í einu komast þeir í átta manna úrslit á HM og eru komnir hingað,“ sagði De Decker. „Aspinall er bara þarna út af inngöngunni sinni og skemmtuninni og ef Price stendur sig illa fyrstu vikurnar byrjar hann aftur að kvarta. Sagt er að þú komist í úrvalsdeildina vegna úrslita en sú ekki víst ekki raunin.“ Auk Prices og Aspinalls keppa heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey í úrvalsdeildinni 2025.
Pílukast Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða