Innlent

Gagn­rýna að­búnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Einn var fluttur á slysadeild í nótt eftir bruna sem kom upp í hjólhýsabyggðinni við Sævarhöfða. 

Í hádegisfréttum verður rætt við íbúa á svæðinu sem talar um slæman aðbúnað og að lengi hafi verið óttast að svona gæti farið. 

Þá fjöllum við áfram um vöruhúsið umdeilda sem reis öllum að óvörum, að því er virðist, í Mjóddinni. Nágranni segist íhugaað flytja.

Einnig heyrum við í sérfræðingi í málefnum Grænlands en ummæli Trump um landið síðustu daga hafa vakið hörð viðbrögð og furðu margra. 

Í íþróttapakka dagsins fjöllum við um Bónus-deild kvenna í körfunni og leik Arsenal og Newcastle í enska deildarbikarnum. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 8. janúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×