Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2025 06:54 Nær allir íbúar Gasa eru nú á vergangi, eftir margra mánaða árásir sem hafa valdið gríðarlegu tjóni. Getty/Anadolu/Moiz Salhi Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær nokkuð vongóður um að vopnahléssamkomulag myndi nást á milli Ísraelsmanna og Hamas, ef ekki á næstu tveimur vikum þá fljótlega eftir það. Viðræður hófust á ný í Katar á sunnudag en fregnir hafa borist af því að Hamas hafi látið samningamönnum í té lista yfir 34 gísla sem samtökin gætu hugsað sér að láta lausa í fyrsta fasa fangaskipta. Samkvæmt forsætisráðuneyti Benjamin Netanyahu er um að ræða sama lista og Hamas lögðu fram síðasta sumar. Hamas liðar segja um að ræða börn, konur, eldra fólk og særða en Ísraelsmenn hafa bent á að ekki hafi verið staðfest að allir á listanum séu í raun á lífi. Af þeim tæplega hundrað sem enn eru í haldi eftir árásir Hamasliða á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023 áætla yfirvöld í Ísrael að um það bil þriðjungur sé látinn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við AFP að samtökin þyrftu að fá að minnsta kosti viku „frið“ á Gasa til að ná saman upplýsingum um nákvæmlega staðsetningu gíslanna og eiga samskipti við fangara þeirra um ástand þeirra. Þrátt fyrir að viðræður þyki ganga betur nú en oft áður héldu Ísraelar árásum sínum áfram um helgina og segja yfirvöld á Gasa um hundrað hafa látist um helgina. Ástandið á svæðinu versnar enn vegna kulda og flóða en sjö ungabörn eru sögð hafa látist sökum ofkælingar á síðustu vikum. Ísraelska dagblaðið Haaretz greini frá því í gær að yfirvöld væru bjartsýn á að samkomulag gæti náðst um vopnahlé á næstu dögum en þess ber að geta að aðilar hafa nokkrum sinnum sagt ljós við enda ganganna án þess að úr rættist. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Viðræður hófust á ný í Katar á sunnudag en fregnir hafa borist af því að Hamas hafi látið samningamönnum í té lista yfir 34 gísla sem samtökin gætu hugsað sér að láta lausa í fyrsta fasa fangaskipta. Samkvæmt forsætisráðuneyti Benjamin Netanyahu er um að ræða sama lista og Hamas lögðu fram síðasta sumar. Hamas liðar segja um að ræða börn, konur, eldra fólk og særða en Ísraelsmenn hafa bent á að ekki hafi verið staðfest að allir á listanum séu í raun á lífi. Af þeim tæplega hundrað sem enn eru í haldi eftir árásir Hamasliða á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023 áætla yfirvöld í Ísrael að um það bil þriðjungur sé látinn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við AFP að samtökin þyrftu að fá að minnsta kosti viku „frið“ á Gasa til að ná saman upplýsingum um nákvæmlega staðsetningu gíslanna og eiga samskipti við fangara þeirra um ástand þeirra. Þrátt fyrir að viðræður þyki ganga betur nú en oft áður héldu Ísraelar árásum sínum áfram um helgina og segja yfirvöld á Gasa um hundrað hafa látist um helgina. Ástandið á svæðinu versnar enn vegna kulda og flóða en sjö ungabörn eru sögð hafa látist sökum ofkælingar á síðustu vikum. Ísraelska dagblaðið Haaretz greini frá því í gær að yfirvöld væru bjartsýn á að samkomulag gæti náðst um vopnahlé á næstu dögum en þess ber að geta að aðilar hafa nokkrum sinnum sagt ljós við enda ganganna án þess að úr rættist.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira