„Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 16:04 Bjarni og Áslaug á leið af ríkisstjórnarfundi árið 2021. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins verði minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins. Hún verði honum ævinlega þakklát fyrir þau tækifæri sem hann hafi veitt henni. Áslaug Arna bregst við fréttum dagsins um að Bjarni ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, og að hann muni ekki taka sæti á komandi þingi, á Facebook. Bjarni hafi borið af í baráttunni „Í dag gerðust stór tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í 15 ár í gegnum ótrúlega tíma með góðum árangri. Bjarni hefur náð miklum árangri fyrir íslenska þjóð og þegar frá líður mun hans vera minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins,“ skrifar Áslaug. Bjarni hafi verið sterkur leiðtogi í öll þessi ár, síðast í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í nóvember, þar sem hann hafi borið af öðrum formönnum. Hann hafi líka mætt meira mótlæti en nokkur annar, og staðið það allt af sér. „Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta,“ skrifar Áslaug. Lagði til að 28 ára Áslaug færi í ráðuneytið Áslaug varð dómsmálaráðherra árið 2019, í kjölfar þess að Sigríður Andersen sagði af sér ráðherradómi vegna Landsréttarmálsins. Hún var aðeins 28 ára þegar hún tók sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Bjarni lagði það til við þingflokk sinn að Áslaug tæki við embættinu. Áslaug og Bjarni á Alþingi árið 2018.Vísir/Vilhelm Síðan þá hefur Áslaug setið í ríkisstjórn, þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við stjórnartaumunum í síðasta mánuði. Með tilkynningu Bjarna um að hann hyrfi brátt af hinu pólitíska sviði má segja að slagurinn um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins sé hafinn fyrir alvöru, jafnvel þótt enginn hafi stigið formlega fram og tilkynnt um framboð. Áslaug er þó ein þeirra sem hefur verið sterklega orðuð við framboð til formanns. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Áslaug Arna bregst við fréttum dagsins um að Bjarni ætli sér ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins, og að hann muni ekki taka sæti á komandi þingi, á Facebook. Bjarni hafi borið af í baráttunni „Í dag gerðust stór tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í 15 ár í gegnum ótrúlega tíma með góðum árangri. Bjarni hefur náð miklum árangri fyrir íslenska þjóð og þegar frá líður mun hans vera minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins,“ skrifar Áslaug. Bjarni hafi verið sterkur leiðtogi í öll þessi ár, síðast í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í nóvember, þar sem hann hafi borið af öðrum formönnum. Hann hafi líka mætt meira mótlæti en nokkur annar, og staðið það allt af sér. „Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta,“ skrifar Áslaug. Lagði til að 28 ára Áslaug færi í ráðuneytið Áslaug varð dómsmálaráðherra árið 2019, í kjölfar þess að Sigríður Andersen sagði af sér ráðherradómi vegna Landsréttarmálsins. Hún var aðeins 28 ára þegar hún tók sæti í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Bjarni lagði það til við þingflokk sinn að Áslaug tæki við embættinu. Áslaug og Bjarni á Alþingi árið 2018.Vísir/Vilhelm Síðan þá hefur Áslaug setið í ríkisstjórn, þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við stjórnartaumunum í síðasta mánuði. Með tilkynningu Bjarna um að hann hyrfi brátt af hinu pólitíska sviði má segja að slagurinn um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins sé hafinn fyrir alvöru, jafnvel þótt enginn hafi stigið formlega fram og tilkynnt um framboð. Áslaug er þó ein þeirra sem hefur verið sterklega orðuð við framboð til formanns.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira