Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2025 14:40 Þórdís Kolbrún og Bjarni skrafa saman á ráðherrabekk á Alþingi. Þau hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár en nú ætlar Bjarni að stíga til hliðar. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. Bjarni upplýsti þingflokk Sjálfstæðisflokksins í dag um að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns flokksins á landsfundi sem á að fara fram í febrúar. Hann ætlar heldur ekki að taka sæti á Alþingi. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt að hún gæti hugsað sér að taka að sér forystu flokksins þegar Bjarni stígur til hliðar. Hún vildi ekki lýsa yfir framboði til formanns hér og nú þegar Vísir náði sambandi við hana. „Það verður alveg tími til að svara því nákvæmlega á næstunni. Mér finnst að þessi dagur eigi að snúast um þessa stóru ákvörðun Bjarna,“ segir Þórdís Kolbrún í símaviðtali við Vísi en hún er stödd í fjölskylduferðalagi í Afríku. „Ég hef alveg verið opin með það í töluverðan tíma að ég væri tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina. Það er svo sem óbreytt,“ segir hún ennfremur. Sagan dæmi Bjarna af stóru verkefnum síðustu ára Þórdís segir að Bjarni hafi verið mikill leiðtogi í íslenskum stjórnmálum í langan tíma. Hann hafi verið þingmaður í rúma tvo áratugi og formaður flokksins í fimmtán ár. Sagan muni dæma hann af þeim stóru verkefnum sem hann hafi tekið að sér í þjónustu við samfélagið á undarlegum tímum. „Í rauninni allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn eftir vinstristjórn 2009 til 2013 og svo undanfarin ár auðvitað þar sem við höfum farið í gengum tíma sem maður áður las í sögubókunum en núna lifum, hvort sem það er heimsfaraldur, náttúruhamfarir eða stríð í okkar álfu,“ segir varaformaðurinn. „Sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins frá 2013 eru það auðvitað árangur og ákvarðanir þar sem skipti verulegu máli að vera með framsýnan og hugrakkan stjórnmálaleiðtoga fyrir samfélagið allt og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Bjarni upplýsti þingflokk Sjálfstæðisflokksins í dag um að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns flokksins á landsfundi sem á að fara fram í febrúar. Hann ætlar heldur ekki að taka sæti á Alþingi. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt að hún gæti hugsað sér að taka að sér forystu flokksins þegar Bjarni stígur til hliðar. Hún vildi ekki lýsa yfir framboði til formanns hér og nú þegar Vísir náði sambandi við hana. „Það verður alveg tími til að svara því nákvæmlega á næstunni. Mér finnst að þessi dagur eigi að snúast um þessa stóru ákvörðun Bjarna,“ segir Þórdís Kolbrún í símaviðtali við Vísi en hún er stödd í fjölskylduferðalagi í Afríku. „Ég hef alveg verið opin með það í töluverðan tíma að ég væri tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina. Það er svo sem óbreytt,“ segir hún ennfremur. Sagan dæmi Bjarna af stóru verkefnum síðustu ára Þórdís segir að Bjarni hafi verið mikill leiðtogi í íslenskum stjórnmálum í langan tíma. Hann hafi verið þingmaður í rúma tvo áratugi og formaður flokksins í fimmtán ár. Sagan muni dæma hann af þeim stóru verkefnum sem hann hafi tekið að sér í þjónustu við samfélagið á undarlegum tímum. „Í rauninni allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn eftir vinstristjórn 2009 til 2013 og svo undanfarin ár auðvitað þar sem við höfum farið í gengum tíma sem maður áður las í sögubókunum en núna lifum, hvort sem það er heimsfaraldur, náttúruhamfarir eða stríð í okkar álfu,“ segir varaformaðurinn. „Sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins frá 2013 eru það auðvitað árangur og ákvarðanir þar sem skipti verulegu máli að vera með framsýnan og hugrakkan stjórnmálaleiðtoga fyrir samfélagið allt og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira