Norðanáttin getur náð stormstyrk Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2025 07:11 Gera má ráð fyrir frosti á bilinu þremur til tíu stig. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir norðanátt í dag sem verður víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Fjöll geta víða magnað upp norðanáttina og má reikna með að vindstrengirnir geti sums staðar orðið hvassir eða jafnvel náð stormstyrk, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Í hugleiðingum veðurfræðings segir ennfremur að hvassir vindstrengir geti einnig látið á sér kræla í öðrum landshlutum, til dæmis á Kjalarnesi og á sunnanverðu Snæfellsnesi. „Á Norður- og Austurlandi má búast við éljum eða snjókomu og eru líkur á að vindur, ofnankoma og skafrenningur geti myndað erfið akstursskilyrði á köflum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Gera má ráð fyrir frosti á bilinu þremur til tíu stig. Þá segir að í kvöld og nótt lægi vind og dragi úr ofankomu. „Á morgun verður breytileg átt á landinu og víðast hvar innan við 10 m/s. Köld smálægð nálgast landið úr vestri sem þýðir að á vestanverðu landinu þykknar upp og búast má við snjókomu með köflum þegar kemur fram á daginn. Austanlands verða lítilsháttar leifar af éljum framan af degi, en léttir síðan til þar. Áfram kalt í veðri.“ Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Breytileg átt 3-10 m/s og snjókoma með köflum á vestanverðu landinu. Norðan 5-13 austantil með stöku éljum. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-8 og víða léttskýjað, en 8-13 og dálítil él með austurströndinni. Frost 5 til 17 stig. Á fimmtudag: Suðlæg átt og léttskýjað, en skýjað vestantil á landinu með stöku éljum. Frost 2 til 15 stig, minnst vestast á landinu. Á föstudag: Suðaustanátt með slyddu eða rigningu sunnantil og hita 1 til 6 stig. Þurrt norðanlands og minnkandi frost. Á laugardag og sunnudag: Suðlæg átt og rigning, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður. Veður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings segir ennfremur að hvassir vindstrengir geti einnig látið á sér kræla í öðrum landshlutum, til dæmis á Kjalarnesi og á sunnanverðu Snæfellsnesi. „Á Norður- og Austurlandi má búast við éljum eða snjókomu og eru líkur á að vindur, ofnankoma og skafrenningur geti myndað erfið akstursskilyrði á köflum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Gera má ráð fyrir frosti á bilinu þremur til tíu stig. Þá segir að í kvöld og nótt lægi vind og dragi úr ofankomu. „Á morgun verður breytileg átt á landinu og víðast hvar innan við 10 m/s. Köld smálægð nálgast landið úr vestri sem þýðir að á vestanverðu landinu þykknar upp og búast má við snjókomu með köflum þegar kemur fram á daginn. Austanlands verða lítilsháttar leifar af éljum framan af degi, en léttir síðan til þar. Áfram kalt í veðri.“ Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Breytileg átt 3-10 m/s og snjókoma með köflum á vestanverðu landinu. Norðan 5-13 austantil með stöku éljum. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-8 og víða léttskýjað, en 8-13 og dálítil él með austurströndinni. Frost 5 til 17 stig. Á fimmtudag: Suðlæg átt og léttskýjað, en skýjað vestantil á landinu með stöku éljum. Frost 2 til 15 stig, minnst vestast á landinu. Á föstudag: Suðaustanátt með slyddu eða rigningu sunnantil og hita 1 til 6 stig. Þurrt norðanlands og minnkandi frost. Á laugardag og sunnudag: Suðlæg átt og rigning, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður.
Veður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Sjá meira