Enski boltinn

Þrjú víti og Ipswich á­fram í fallsæti

Sindri Sverrisson skrifar
Raul Jimenez og félagar fögnuðu vel eftir að hafa jafnað metin í uppbótartíma.
Raul Jimenez og félagar fögnuðu vel eftir að hafa jafnað metin í uppbótartíma. Getty/Rob Newell

Fulham og Ipswich gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrjú markanna komu af vítapunktinum, þar af jöfnunarmark Fulham í uppbótartíma.

Sammie Szmodics, lærisveinn Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu, kom gestunum frá Ipswich yfir á 38. mínútu með skoti úr teignum eftir klaufalega hreinsun.

Fulham náði loks að jafna metin á 69. mínútu þegar Raul Jimenez skoraði úr vítaspyrnu, en nánast andartaki síðar komst Ipswich yfir á nýjan leik þegar Liam Delap skoraði úr víti.

Það stefndi í sætan útisigur Ipswich þegar Fulham fékk aftur víti undir lokin, og aftur skoraði Jimenez af vítapunktinum.

Fulham er nú með 30 stig í 9. sæti en Ipswich er enn í fallsæti, 18. sæti, með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×