Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 14:30 Macus Rashford kom aftur inn í leikmannahóp Manchester United í síðasta leik en fékk ekkert að spila. Getty/Molly Darlington Marcus Rashford verður ekki í leikmannahópi Manchester United í leiknum við erkifjendurna í Liverpool á sunnudaginn. Rúben Amorim, stjóri United, segir að Rashford sé veikur. Amorim var með Rashford utan hóps í fjórum leikjum í desember en gaf honum svo sæti í hópnum í síðasta leik, gegn Newcastle, án þess þó að Rashford fengi svo að spila eina einustu mínútu. Þessi 27 ára enski leikmaður virðist því ekki eiga mikla framtíð á Old Trafford og svo gæti farið að hann yfirgefi United strax í þessu mánuði, á meðan að opið er fyrir félagaskipti. Það ku þó ekki ástæðan fyrir því að hann verður ekki með gegn Liverpool: „Í augnablikinu er hann lasinn. Hann er ekki að æfa og hann verður úr leik út þessa viku,“ sagði Amorim sem greindi hins vegar frá því að United væri að ná samkomulagi við Amad Diallo um nýjan samning, en samningur hans rennur út í sumar. Fernandes og Ugarte snúa aftur Bruno Fernandes og Manuel Ugarte eru klárir í slaginn með United á nýjan leik eftir að hafa tekið út leikbann í tapleiknum gegn Newcastle. Varnarmennirnir Victor Lindelöf og Luke Shaw, og miðjumaðurinn Mason Mount, eru hins vegar allir úr leik vegna meiðsla. United er aðeins í 14. sæti úrvalsdeildarinnar, með helmingi færri stig en Liverpool sem er á toppnum. Þó að Arne Slot hafi sagt á blaðamannafundi fyrr í dag að United ætti mjög mikið inni, þá bendir ekkert til annars en öruggs sigurs Liverpool á sunnudaginn. „Í fótbolta getur allt gerst,“ sagði Amorim í dag. „Í augnablikinu eru þeir betri en við en við getum unnið alla leiki. Við verðum að sleppa því að hugsa um samhengið og einbeita okkur að frammistöðunni. Við þurfum að bæta einföldu hlutina,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Sjá meira
Amorim var með Rashford utan hóps í fjórum leikjum í desember en gaf honum svo sæti í hópnum í síðasta leik, gegn Newcastle, án þess þó að Rashford fengi svo að spila eina einustu mínútu. Þessi 27 ára enski leikmaður virðist því ekki eiga mikla framtíð á Old Trafford og svo gæti farið að hann yfirgefi United strax í þessu mánuði, á meðan að opið er fyrir félagaskipti. Það ku þó ekki ástæðan fyrir því að hann verður ekki með gegn Liverpool: „Í augnablikinu er hann lasinn. Hann er ekki að æfa og hann verður úr leik út þessa viku,“ sagði Amorim sem greindi hins vegar frá því að United væri að ná samkomulagi við Amad Diallo um nýjan samning, en samningur hans rennur út í sumar. Fernandes og Ugarte snúa aftur Bruno Fernandes og Manuel Ugarte eru klárir í slaginn með United á nýjan leik eftir að hafa tekið út leikbann í tapleiknum gegn Newcastle. Varnarmennirnir Victor Lindelöf og Luke Shaw, og miðjumaðurinn Mason Mount, eru hins vegar allir úr leik vegna meiðsla. United er aðeins í 14. sæti úrvalsdeildarinnar, með helmingi færri stig en Liverpool sem er á toppnum. Þó að Arne Slot hafi sagt á blaðamannafundi fyrr í dag að United ætti mjög mikið inni, þá bendir ekkert til annars en öruggs sigurs Liverpool á sunnudaginn. „Í fótbolta getur allt gerst,“ sagði Amorim í dag. „Í augnablikinu eru þeir betri en við en við getum unnið alla leiki. Við verðum að sleppa því að hugsa um samhengið og einbeita okkur að frammistöðunni. Við þurfum að bæta einföldu hlutina,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Sjá meira