Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 10:38 Arne Slot hefur enn vart stigið feilspor sem knattspyrnustjóri Liverpool. getty Liverpool er með meira en tvöfalt fleiri stig en Manchester United, og leik til góða, fyrir leik liðanna á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir stöðu United í deildinni hins vegar blekkjandi. United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum í röð, án þess að skora mark, og alls tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum. Liðið er því í 14. sæti, aðeins með 22 stig eftir 19 leiki, sjö stigum frá fallsæti. Á meðan er Liverpool í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 45 stig, sex stigum fyrir ofan Arsenal og með leik til góða. Arne Slot virðist hins vegar hafa trú á að mun meira búi í United-liðinu en það hefur hingað til sýnt undir stjórn Rúben Amorim, og var ekki skemmt yfir spurningu um hvort að hann myndi nýta leikinn á sunnudag til að veita leikmönnum hvíld: „Nei. Auðvitað ætlum við ekki að hvíla leikmenn. Að mínu mati eru þeir með mun betri leikmenn en taflan sýnir í augnablikinu. Það gæti tekið sinn tíma fyrir Rúben Amorim að ná því fram hjá leikmönnunum en þeir eru mun betri en taflan sýnir,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður nánar út í Amorim og gengi United eftir að Portúgalinn tók við liðinu í nóvember. „Allir knattspyrnustjórar geta fundið til með öðrum stjórum. Við vitum allir hversu mikil pressa fylgir þessu starf. Það er eitthvað sem við sækjumst eftir. Hann stóð sig vel með Sporting og er með góðan hóp í höndunum svo ég tel að hann muni ná fram því besta úr þeim,“ sagði Slot. Gomez úr leik en Konate að snúa aftur Slot fór einnig yfir meiðslastöðuna hjá Liverpool en ljóst er að Joe Gomez spilar ekki á næstunni eftir að hafa meiðst í sigrinum á West Ham á sunnudag. „Joe er ekki á góðum stað varðandi sín meiðsli, hann verður úr leik í nokkrar vikur. Conor [Bradley] og Ibou [Konate] æfa með okkur í dag í fyrsta sinn. Þeir hafa lagt hart að sér til að snúa aftur í liðið. Næst er að sjá hvernig þeir höndla liðsæfingar,“ sagði Slot. Trent Alexander-Arnold skoraði gegn West Ham á sunnudaginn. Hann hefur verið orðaður við Evrópumeistara Real Madrid.Getty/Rob Newell „Get sagt ykkur að hann spilar á sunnudaginn“ Hollendingurinn var einnig spurður út í Trent Alexander-Arnold, sem orðaður hefur verið við Real Madrid. Félagaskiptaglugginn er nú opinn og síðasti séns fyrir Liverpool að selja Alexander-Arnold takist ekki að gera nýjan samning við hann fyrir sumarið. „Ég get sagt ykkur það að hann spilar á sunnudaginn og vonandi sýnir hann sömu frammistöðu og hann hefur sýnt síðasta hálfa árið. Hann átti ótrúlegan leik gegn West Ham. Ég sé hann leggja sig allan fram á æfingum alla daga,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum í röð, án þess að skora mark, og alls tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum. Liðið er því í 14. sæti, aðeins með 22 stig eftir 19 leiki, sjö stigum frá fallsæti. Á meðan er Liverpool í frábærri stöðu á toppi deildarinnar með 45 stig, sex stigum fyrir ofan Arsenal og með leik til góða. Arne Slot virðist hins vegar hafa trú á að mun meira búi í United-liðinu en það hefur hingað til sýnt undir stjórn Rúben Amorim, og var ekki skemmt yfir spurningu um hvort að hann myndi nýta leikinn á sunnudag til að veita leikmönnum hvíld: „Nei. Auðvitað ætlum við ekki að hvíla leikmenn. Að mínu mati eru þeir með mun betri leikmenn en taflan sýnir í augnablikinu. Það gæti tekið sinn tíma fyrir Rúben Amorim að ná því fram hjá leikmönnunum en þeir eru mun betri en taflan sýnir,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður nánar út í Amorim og gengi United eftir að Portúgalinn tók við liðinu í nóvember. „Allir knattspyrnustjórar geta fundið til með öðrum stjórum. Við vitum allir hversu mikil pressa fylgir þessu starf. Það er eitthvað sem við sækjumst eftir. Hann stóð sig vel með Sporting og er með góðan hóp í höndunum svo ég tel að hann muni ná fram því besta úr þeim,“ sagði Slot. Gomez úr leik en Konate að snúa aftur Slot fór einnig yfir meiðslastöðuna hjá Liverpool en ljóst er að Joe Gomez spilar ekki á næstunni eftir að hafa meiðst í sigrinum á West Ham á sunnudag. „Joe er ekki á góðum stað varðandi sín meiðsli, hann verður úr leik í nokkrar vikur. Conor [Bradley] og Ibou [Konate] æfa með okkur í dag í fyrsta sinn. Þeir hafa lagt hart að sér til að snúa aftur í liðið. Næst er að sjá hvernig þeir höndla liðsæfingar,“ sagði Slot. Trent Alexander-Arnold skoraði gegn West Ham á sunnudaginn. Hann hefur verið orðaður við Evrópumeistara Real Madrid.Getty/Rob Newell „Get sagt ykkur að hann spilar á sunnudaginn“ Hollendingurinn var einnig spurður út í Trent Alexander-Arnold, sem orðaður hefur verið við Real Madrid. Félagaskiptaglugginn er nú opinn og síðasti séns fyrir Liverpool að selja Alexander-Arnold takist ekki að gera nýjan samning við hann fyrir sumarið. „Ég get sagt ykkur það að hann spilar á sunnudaginn og vonandi sýnir hann sömu frammistöðu og hann hefur sýnt síðasta hálfa árið. Hann átti ótrúlegan leik gegn West Ham. Ég sé hann leggja sig allan fram á æfingum alla daga,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira