Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2025 08:32 Marcus Rashford fagnar síðasta marki sínu Manchester United. Verða þau fleiri? Það er stóra spurningin. Getty/Ash Donelon Framtíð Marcus Rashford hjá Manchester United er í uppnámi en það verður ekki auðvelt að finna félag sem hefur efni á honum og launum hans. Enskir fjölmiðlar hafa verið að orða Rashford við sádi-arabísku deildina enda peningar þar til að bjóða honum góð kjör. Samkvæmt upplýsingum ítalska skúbbarans Fabrizio Romano þá hefur Rashford ekki áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu. Chris Wheeler, blaðamaður á Daily Mail, segir einnig frá því að Rashford hafi í raun þegar hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu sem gætu skilað honum 35 milljónum punda í árslaun sem gera um sex milljarða króna. 🔴 Marcus Rashford rejects 3 offers from Saudi Pro League worth up to £35m-a-yr⚫️ Wants to join club & league that gives him a chance of winning back England place🔴 Utd may listen to offers in Jan after Rashford missed last 5 games⚫️ Player still open to staying at OT #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) January 2, 2025 Samkvæmt fyrrnefndum fréttum þá vill Rashford komast í deild og til liðs þar sem hann getur unnið sér aftur sæti í enska landsliðinu. Hann er líka sagður tilbúinn að spila áfram á Old Trafford. Það er líklegast eins og staðan er núna að hann verði lánaður til liðs utan Englands. Rashford hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum deildarleikjum United. Hann var utan hóps í fyrstu þremur leikjunum en sat allan tímann á bekknum í síðasta leik. Það fylgir sögunni að United hefur aðeins skorað tvö mörk í þessum fjórum deildarleikjum og þau komu bæði í sigrinum á Manchester City 15. desember. Liðið hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og tapaði þeim öllum á móti Bournemouth, Wolves og Newcastle. Það gerir þetta enn verra fyrir Rashford að það sé ekki pláss fyrir hann í liðinu þrátt fyrir bitlausan sóknarleik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Enskir fjölmiðlar hafa verið að orða Rashford við sádi-arabísku deildina enda peningar þar til að bjóða honum góð kjör. Samkvæmt upplýsingum ítalska skúbbarans Fabrizio Romano þá hefur Rashford ekki áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu. Chris Wheeler, blaðamaður á Daily Mail, segir einnig frá því að Rashford hafi í raun þegar hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu sem gætu skilað honum 35 milljónum punda í árslaun sem gera um sex milljarða króna. 🔴 Marcus Rashford rejects 3 offers from Saudi Pro League worth up to £35m-a-yr⚫️ Wants to join club & league that gives him a chance of winning back England place🔴 Utd may listen to offers in Jan after Rashford missed last 5 games⚫️ Player still open to staying at OT #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) January 2, 2025 Samkvæmt fyrrnefndum fréttum þá vill Rashford komast í deild og til liðs þar sem hann getur unnið sér aftur sæti í enska landsliðinu. Hann er líka sagður tilbúinn að spila áfram á Old Trafford. Það er líklegast eins og staðan er núna að hann verði lánaður til liðs utan Englands. Rashford hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum deildarleikjum United. Hann var utan hóps í fyrstu þremur leikjunum en sat allan tímann á bekknum í síðasta leik. Það fylgir sögunni að United hefur aðeins skorað tvö mörk í þessum fjórum deildarleikjum og þau komu bæði í sigrinum á Manchester City 15. desember. Liðið hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og tapaði þeim öllum á móti Bournemouth, Wolves og Newcastle. Það gerir þetta enn verra fyrir Rashford að það sé ekki pláss fyrir hann í liðinu þrátt fyrir bitlausan sóknarleik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira