Að minnsta kosti fjórtán létu lífið í árásinni á aðfaranótt nýársdags þegar Shamsud-Din Bahar Jabbar, 42 ára maður frá Texas, ók bíl inn í þvögu fólks. Þegar bíll hans stöðvaðist steig hann út með hálfsjálfvirkan riffil og skiptist á skotum við lögregluþjóna, sem skutu hann til bana. Hann hefur verið talinn sem sá fimmtándi sem dó.
Á blaðamannafundi í dag sögðu starfsmenn FBI að Jabbar hefði „hundrað prósent“ verið innblásinn af Íslamska ríkinu. Þá kom fram að Jabbar hefði verið með tvær sprengjur í bílnum en þær hefðu ekki sprungið.
AP fréttaveitan segir að upptökur úr öryggismyndavélum að koma tveimur sprengjum fyrir þar sem þær fundust. Ekki kom fram hvernig þær áttu að springa.
Jabbar fæddist í Texas og þjónaði í bandaríska hernum í átta ár, meðal annars í Afganistan. New York Times hefur eftir fyrrverandi eiginkonu hans að hann hafi nýverið tekið upp íslams og að hann hafi hagað sér einkennilega að undanförnu.