Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 12:32 Marcus Rashford var í leikmannahópi Manchester United í síðasta leik, gegn Newcastle, en Rúben Amorim hleypti honum þó ekki inn á völlinn. Getty/Martin Rickett Þó að Marcus Rashford hafi sagst í viðtali vilja „nýja áskorun“ og virðist á förum frá Manchester United þá sá hann ástæðu til að leiðrétta frétt The Sun í upphafi nýs árs. Enska götublaðið The Sun, sem oft þykir fara frjálslega með sannleikann, sló því upp í fyrirsögn seint á gamlárskvöld að Rashford væri kominn í viðræður við nýja umboðsskrifstofu, í viðleitni sinni við að komast í burtu frá Manchester United. Blaðið sagði í grein sinni að Rashford væri í viðræðum við Stellar umboðsskrifstofuna, sem meðal annars hefði komið Gareth Bale frá Tottenham til Real Madrid fyrir 86 milljónir punda árið 2013. Von Rashford væri sú að hann kæmist í nýtt félag núna í janúarglugganum. Með bróður sinn sem umboðsmann „Það er búið að skrifa mikið af falsfréttum síðustu vikur en strákar þetta er að verða algjört rugl. Ég hef aldrei hitt neina umboðsskrifstofu og er ekki með nein plön um að gera það…“ skrifaði Rashford á Instagram. Marcus Rashford birti skjáskot af frétt The Sun og sagði hana falsfrétt.Skjáskot/Instagram Dwaine Maynard, bróðir Rashford, er og hefur verið umboðsmaður þessa 27 ára gamla sóknarmanns. Rashford fékk á ný sæti í leikmannahópi United í síðasta leik ársins, þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Newcastle. Hann fékk þó ekkert að spila og hefur ekki leikið fyrir United síðan 12. desember. Ruben Amorim, stjóri United, tefldi Rashford fram í byrjunarliði í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins undir sinni stjórn, og skoraði Rashford þrjú mörk í þessum leikjum. Hann var hins vegar, ásamt Alejandro Garnacho, tekinn út úr leikmannahópnum fyrir 2-1 sigurinn gegn Manchester City 15. desember, og var utan hóps í fjórum leikjum. Eftir leikinn við City fór Rashford í viðtal og var ekki annað að heyra á honum en að hann stefndi á að yfirgefa United: „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja,“ sagði Rashford og bætti einnig við: „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref.“ United hefur nú tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum, samtals 7-0, gegn Bournemouth, Wovles og Newcastle, eftir að hafa fallið úr leik í deildabikarnum gegn Tottenham með 4-3 tapi. Liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsæti, og á fyrir höndum deildarleik við topplið Liverpool á sunnudaginn og svo bikarleik við Arsenal 12. janúar. Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford laus úr útlegð Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. 30. desember 2024 17:49 Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. 25. desember 2024 12:02 „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Jamie Carragher segir að það sé talað gríðarlega mikið um Marcus Rashford miðað við ekki betri leikmann. 20. desember 2024 13:31 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
Enska götublaðið The Sun, sem oft þykir fara frjálslega með sannleikann, sló því upp í fyrirsögn seint á gamlárskvöld að Rashford væri kominn í viðræður við nýja umboðsskrifstofu, í viðleitni sinni við að komast í burtu frá Manchester United. Blaðið sagði í grein sinni að Rashford væri í viðræðum við Stellar umboðsskrifstofuna, sem meðal annars hefði komið Gareth Bale frá Tottenham til Real Madrid fyrir 86 milljónir punda árið 2013. Von Rashford væri sú að hann kæmist í nýtt félag núna í janúarglugganum. Með bróður sinn sem umboðsmann „Það er búið að skrifa mikið af falsfréttum síðustu vikur en strákar þetta er að verða algjört rugl. Ég hef aldrei hitt neina umboðsskrifstofu og er ekki með nein plön um að gera það…“ skrifaði Rashford á Instagram. Marcus Rashford birti skjáskot af frétt The Sun og sagði hana falsfrétt.Skjáskot/Instagram Dwaine Maynard, bróðir Rashford, er og hefur verið umboðsmaður þessa 27 ára gamla sóknarmanns. Rashford fékk á ný sæti í leikmannahópi United í síðasta leik ársins, þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Newcastle. Hann fékk þó ekkert að spila og hefur ekki leikið fyrir United síðan 12. desember. Ruben Amorim, stjóri United, tefldi Rashford fram í byrjunarliði í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins undir sinni stjórn, og skoraði Rashford þrjú mörk í þessum leikjum. Hann var hins vegar, ásamt Alejandro Garnacho, tekinn út úr leikmannahópnum fyrir 2-1 sigurinn gegn Manchester City 15. desember, og var utan hóps í fjórum leikjum. Eftir leikinn við City fór Rashford í viðtal og var ekki annað að heyra á honum en að hann stefndi á að yfirgefa United: „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja,“ sagði Rashford og bætti einnig við: „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref.“ United hefur nú tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum, samtals 7-0, gegn Bournemouth, Wovles og Newcastle, eftir að hafa fallið úr leik í deildabikarnum gegn Tottenham með 4-3 tapi. Liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsæti, og á fyrir höndum deildarleik við topplið Liverpool á sunnudaginn og svo bikarleik við Arsenal 12. janúar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford laus úr útlegð Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. 30. desember 2024 17:49 Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. 25. desember 2024 12:02 „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Jamie Carragher segir að það sé talað gríðarlega mikið um Marcus Rashford miðað við ekki betri leikmann. 20. desember 2024 13:31 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
Rashford laus úr útlegð Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. 30. desember 2024 17:49
Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. 25. desember 2024 12:02
„Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Jamie Carragher segir að það sé talað gríðarlega mikið um Marcus Rashford miðað við ekki betri leikmann. 20. desember 2024 13:31