„Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. janúar 2025 19:01 Hundar geta orðið skelfdir vegna flugelda. vísir/vilhelm Tíu hundaeigendur höfðu samband við dýraverndunarsamtökin Dýrfinnu yfir áramótin til að óska eftir aðstoð við að finna hunda sem höfðu horfið sjónum. Sex þeirra hafa fundist en fjögurra hunda er enn leitað. Þetta staðfestir Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, í samtali við Vísi. Áramótin í ár hafi verið sérstaklega erilsöm og biðlar hún til dýraeigenda að huga að öryggi gæludýra sinna. Enn stendur yfir leit að tveimur tíkum á höfuðborgarsvæðinu og tveimur rökkum á Akureyri. „Það var alltof mikið að gera hjá okkur. Við reynum að koma öllum hundum sem við fáum tilkynningu um heim. Sama hvort einhver annar sé búinn að ná hundunum eða leita að týndum hundum. Í nótt vorum við að leita að tveimur tíkum sem að týndust á höfuðborginni. Þetta eru tíu hundar allt í allt sem hafa týnst.“ Eygló tekur fram að áramótin séu mjög erfiður tími fyrir gæludýr og að margir hundar hræðist mjög flugelda og lætin sem fylgja þeim. „Sérstaklega þegar þeir eru úti í lausagöngu á þessum tíma. Já sumir flýja bara því þeir eru lausir og þeim bregður, þeir verða hræddir. Sumir hundar verða það hræddir að þeir taka á rás frá eigendum sínum.“ Voru þessi áramót sérstaklega erilsöm? „Á þessum tíma í fyrra var enginn hundur týndur yfir áramót en þú sérð að núna eru enn fjórir hundar týndir. Þetta var allavega erfiðara en í fyrra. Við erum á staðnum og erum mikið með drónan okkar á lofti núna síðustu daga. Það er bara svo kalt að það er ekki að skila neinum árangri. En við mætum á staðinn og gefum líka eigendum ráð,“ segir Eygló og ítrekar fyrir eigendum að tryggja öryggi gæludýra sinna. Dýr Gæludýr Hundar Áramót Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þetta staðfestir Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, í samtali við Vísi. Áramótin í ár hafi verið sérstaklega erilsöm og biðlar hún til dýraeigenda að huga að öryggi gæludýra sinna. Enn stendur yfir leit að tveimur tíkum á höfuðborgarsvæðinu og tveimur rökkum á Akureyri. „Það var alltof mikið að gera hjá okkur. Við reynum að koma öllum hundum sem við fáum tilkynningu um heim. Sama hvort einhver annar sé búinn að ná hundunum eða leita að týndum hundum. Í nótt vorum við að leita að tveimur tíkum sem að týndust á höfuðborginni. Þetta eru tíu hundar allt í allt sem hafa týnst.“ Eygló tekur fram að áramótin séu mjög erfiður tími fyrir gæludýr og að margir hundar hræðist mjög flugelda og lætin sem fylgja þeim. „Sérstaklega þegar þeir eru úti í lausagöngu á þessum tíma. Já sumir flýja bara því þeir eru lausir og þeim bregður, þeir verða hræddir. Sumir hundar verða það hræddir að þeir taka á rás frá eigendum sínum.“ Voru þessi áramót sérstaklega erilsöm? „Á þessum tíma í fyrra var enginn hundur týndur yfir áramót en þú sérð að núna eru enn fjórir hundar týndir. Þetta var allavega erfiðara en í fyrra. Við erum á staðnum og erum mikið með drónan okkar á lofti núna síðustu daga. Það er bara svo kalt að það er ekki að skila neinum árangri. En við mætum á staðinn og gefum líka eigendum ráð,“ segir Eygló og ítrekar fyrir eigendum að tryggja öryggi gæludýra sinna.
Dýr Gæludýr Hundar Áramót Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira