Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 12:00 Michael van Gerwen mætir Callan Rydz í átta manna úrslitum í dag. Vísir/Getty Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. Margir bíða spenntir eftir átta manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fara fram í Alexandra Palace í dag og kvöld. Heimsmeistarinn Luke Humphries er úr leik eftir tap gegn hinum gamalreynda Peter „Snakebite“ Wright en Wright mætir Stephen Bunting í kvöld. Luke Littler og Nathan Aspinall mætast einnig í kvöld en átta manna úrslitin hefjast klukkan 12:30 þar sem Chris Dobey mætir Gerwyn Price og Michael van Gerwen keppir við Callan Rydz. Allar viðureignirnar verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Þrefaldi heimsmeistarinn van Gerwen er af mörgum talinn sigurstranglegur á mótinu en hann skaut fast á Peter Wright fyrir viðureignir dagsins og tjáði sig sömuleiðis um frammistöðu hins sautján ára gamla Littler á mótinu til þessa. „Á hverju ári á heimsmeistaramótinu segir hann svo mikla vitleysu,“ sagði van Gerwen um Wright en sá síðarnefndi sagði eftir sigurinn gegn Luke Humphries að andstæðingur van Gerwen, Callan Rydz, væri sigurstranglegastur á mótinu og að hann sjálfur væri til í að spila eins og hann. „Hann fær alltaf að segja eitthvað bull. Það tekur hann enginn alvarlega á mótaröðinni heldur því hann fær ekki að hafa skoðun heima hjá sér,“ hélt van Gerwen áfram og virðist ekki vera mikill aðdáandi hins skrautlega Wright. „Margir búast við miklu af honum“ Fari Michael van Gerwen alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins gæti hann mætt Luke Littler í úrslitunum. Littler tapaði úrslitaleiknum gegn Luke Humphries í fyrra en Littler er fæddur árið 2007 og hefur komið eins og stormsveipur hinn í pílukastheiminn. Littler hefur tapað fimm settum á mótinu, aðeins einu færra en hann gerði í leikjum sínum fram að úrslitaleiknum á mótinu í fyrra. „Ég held að vonbrigði mótsins hingað til sé Luke Littler,“ sagði van Gerwen. „Margir búast við miklu af honum, það er ástæðan fyrir því að hann er ekki 100%.“ Pílukast Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Sjá meira
Margir bíða spenntir eftir átta manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fara fram í Alexandra Palace í dag og kvöld. Heimsmeistarinn Luke Humphries er úr leik eftir tap gegn hinum gamalreynda Peter „Snakebite“ Wright en Wright mætir Stephen Bunting í kvöld. Luke Littler og Nathan Aspinall mætast einnig í kvöld en átta manna úrslitin hefjast klukkan 12:30 þar sem Chris Dobey mætir Gerwyn Price og Michael van Gerwen keppir við Callan Rydz. Allar viðureignirnar verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Þrefaldi heimsmeistarinn van Gerwen er af mörgum talinn sigurstranglegur á mótinu en hann skaut fast á Peter Wright fyrir viðureignir dagsins og tjáði sig sömuleiðis um frammistöðu hins sautján ára gamla Littler á mótinu til þessa. „Á hverju ári á heimsmeistaramótinu segir hann svo mikla vitleysu,“ sagði van Gerwen um Wright en sá síðarnefndi sagði eftir sigurinn gegn Luke Humphries að andstæðingur van Gerwen, Callan Rydz, væri sigurstranglegastur á mótinu og að hann sjálfur væri til í að spila eins og hann. „Hann fær alltaf að segja eitthvað bull. Það tekur hann enginn alvarlega á mótaröðinni heldur því hann fær ekki að hafa skoðun heima hjá sér,“ hélt van Gerwen áfram og virðist ekki vera mikill aðdáandi hins skrautlega Wright. „Margir búast við miklu af honum“ Fari Michael van Gerwen alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins gæti hann mætt Luke Littler í úrslitunum. Littler tapaði úrslitaleiknum gegn Luke Humphries í fyrra en Littler er fæddur árið 2007 og hefur komið eins og stormsveipur hinn í pílukastheiminn. Littler hefur tapað fimm settum á mótinu, aðeins einu færra en hann gerði í leikjum sínum fram að úrslitaleiknum á mótinu í fyrra. „Ég held að vonbrigði mótsins hingað til sé Luke Littler,“ sagði van Gerwen. „Margir búast við miklu af honum, það er ástæðan fyrir því að hann er ekki 100%.“
Pílukast Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Sjá meira