Rashford laus úr útlegð Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 17:49 Marcus Rashford hefur verið utan hóps hjá Manchester United í síðustu leikjum. Getty/Stephen White Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. United tekst á við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og veitir ekki af sigri eftir tvö töp í röð í deildinni, gegn Wolves og Bournemouth, auk tapsins gegn Tottenham í deildabikarnum. Rúben Amorim tók óvænt þá ákvörðun að kippa Rashford og Alejandro Garnacho út úr leikmannahópi United fyrir grannaslaginn við Manchester City 15. desember, og hefur Rashford því verið utan hóps í fjórum leikjum. Garnacho fékk hins vegar strax aftur sæti í hópnum og hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum. Engin meiðsli hafa verið að plaga Rashford sem síðast spilaði deildarleik 7. desember og hefur ekki verið í byrjunarliði í deildarleik síðan hann skoraði tvennu í 4-0 sigrinum gegn Everton 1. desember. Hann var einnig í byrjunarliðinu og skoraði mark United í 1-1 jafntefli við Ipswich í fyrsta leiknum undir stjórn Amorim. Portúgalski stjórinn hefur ekki viljað útskýra fjarveru Rashford nema með því að um taktíska ákvörðun hafi verið að ræða. Rashford svaraði fyrir sig í viðtali eftir City-leikinn og sagðist tilbúinn í nýja áskorun. Nú er ljóst að hann gæti spilað í kvöld, í síðasta leik United á þessu ári og jafnframt síðasta leiknum áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Hann er þó á varamannabekk United. Back in the squad, but not the starting XI.#MUNNEW pic.twitter.com/XhuVcLx1f3— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2024 United er án fyrirliðans Bruno Fernandes í kvöld vegna leikbanns og annar sóknarsinnaður leikmaður, Mason Mount, á við meiðsli að stríða líkt og þeir Luke Shaw og Victor Lindelöf. Manuel Ugarte er einnig í banni í kvöld. Leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 20 og er í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
United tekst á við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og veitir ekki af sigri eftir tvö töp í röð í deildinni, gegn Wolves og Bournemouth, auk tapsins gegn Tottenham í deildabikarnum. Rúben Amorim tók óvænt þá ákvörðun að kippa Rashford og Alejandro Garnacho út úr leikmannahópi United fyrir grannaslaginn við Manchester City 15. desember, og hefur Rashford því verið utan hóps í fjórum leikjum. Garnacho fékk hins vegar strax aftur sæti í hópnum og hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum. Engin meiðsli hafa verið að plaga Rashford sem síðast spilaði deildarleik 7. desember og hefur ekki verið í byrjunarliði í deildarleik síðan hann skoraði tvennu í 4-0 sigrinum gegn Everton 1. desember. Hann var einnig í byrjunarliðinu og skoraði mark United í 1-1 jafntefli við Ipswich í fyrsta leiknum undir stjórn Amorim. Portúgalski stjórinn hefur ekki viljað útskýra fjarveru Rashford nema með því að um taktíska ákvörðun hafi verið að ræða. Rashford svaraði fyrir sig í viðtali eftir City-leikinn og sagðist tilbúinn í nýja áskorun. Nú er ljóst að hann gæti spilað í kvöld, í síðasta leik United á þessu ári og jafnframt síðasta leiknum áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Hann er þó á varamannabekk United. Back in the squad, but not the starting XI.#MUNNEW pic.twitter.com/XhuVcLx1f3— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2024 United er án fyrirliðans Bruno Fernandes í kvöld vegna leikbanns og annar sóknarsinnaður leikmaður, Mason Mount, á við meiðsli að stríða líkt og þeir Luke Shaw og Victor Lindelöf. Manuel Ugarte er einnig í banni í kvöld. Leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 20 og er í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira