Vann nauman sigur með geitung í hárinu Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 17:23 Callan Rydz lét það ekki trufla sig að fá geitung í hárið, jafnvel þó að hann væri þar í dágóðan tíma. Getty/Skjáskot Callan Rydz má prísa sig sælan að vera kominn áfram í átta manna úrslitin á HM í pílukasti, eftir 4-3 sigur gegn Rob Owen í dag. Geitungur gerði sig heimakominn í hári Rydz í miðjum leik. Englendingarnir Rydz, Nathan Aspinall og Chris Dobey eru allir komnir áfram í átta manna úrslitin sem fram fara á nýársdag. Sextán manna úrslitunum lýkur í kvöld þegar menn á borð við Luke Littler og Michael van Gerwen stíga á svið en bein útsending hefst á Vodafone Sport klukkan 18:55. Rydz tapaði fyrstu tveimur settunum gegn Owen í dag, og spurning hvort það hafi haft einhver áhrif á Rydz að vera með geitunginn í hárinu. Hann náði hins vegar að vinna næstu þrjú sett og hafði svo að lokum betur í oddasettinu sem hann vann 3-1. Owen fór illa með sín tækifæri til að vinna fleiri leggi og var með 28% hittni í útskotum gegn 43% hjá Rydz. Sigur Aspinall á Þjóðverjanum Ricardo Pietreczko var mun öruggari en sá þýski náði sér aldrei á strik og var með meðalskor upp á 78,46 sem telst ansi lítið á þessu stigi mótsins. Aspinall vann leikinn 4-0 en hann var með meðalskor upp á 94,28. Næsti mótherji Aspinall verður svo Luke Littler eða Ryan Joyce. Fyrsti leikur dagsins var svo á milli Dobey og Hollendingsins Kevin Doets en eftir mikla spennu vann Dobey þar 4-3 sigur, með því að vinna síðustu tvö settin, bæði 3-1. Dobey mætir Gerwyn Price á nýársdag í átta manna úrslitunum. Í kvöld eru svo þessir þrír leikir á dagskrá: Stephen Bunting - Luke Woodhouse Michael van Gerwen - Jeffrey de Graaf Luke Littler - Ryan Joyce Pílukast Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Englendingarnir Rydz, Nathan Aspinall og Chris Dobey eru allir komnir áfram í átta manna úrslitin sem fram fara á nýársdag. Sextán manna úrslitunum lýkur í kvöld þegar menn á borð við Luke Littler og Michael van Gerwen stíga á svið en bein útsending hefst á Vodafone Sport klukkan 18:55. Rydz tapaði fyrstu tveimur settunum gegn Owen í dag, og spurning hvort það hafi haft einhver áhrif á Rydz að vera með geitunginn í hárinu. Hann náði hins vegar að vinna næstu þrjú sett og hafði svo að lokum betur í oddasettinu sem hann vann 3-1. Owen fór illa með sín tækifæri til að vinna fleiri leggi og var með 28% hittni í útskotum gegn 43% hjá Rydz. Sigur Aspinall á Þjóðverjanum Ricardo Pietreczko var mun öruggari en sá þýski náði sér aldrei á strik og var með meðalskor upp á 78,46 sem telst ansi lítið á þessu stigi mótsins. Aspinall vann leikinn 4-0 en hann var með meðalskor upp á 94,28. Næsti mótherji Aspinall verður svo Luke Littler eða Ryan Joyce. Fyrsti leikur dagsins var svo á milli Dobey og Hollendingsins Kevin Doets en eftir mikla spennu vann Dobey þar 4-3 sigur, með því að vinna síðustu tvö settin, bæði 3-1. Dobey mætir Gerwyn Price á nýársdag í átta manna úrslitunum. Í kvöld eru svo þessir þrír leikir á dagskrá: Stephen Bunting - Luke Woodhouse Michael van Gerwen - Jeffrey de Graaf Luke Littler - Ryan Joyce
Pílukast Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira