Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 10:00 Cody Gakpo fagnar marki í gær með þeim Mohamed Salah og Luis Diaz. Getty/Marc Atkins Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og forskotið er átta stig eftir 5-0 stórsigur á West Ham í gær. Nýja framherjaþríeykið fer á kostum þessa dagana en þeir voru allir þrír meðal markaskorara Liverpool í leiknum í gær. Stuðningsmenn Liverpool muna flestir vel eftir frábærum tímum með þá Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino í þriggja manna fremstu víglínu. Það skilaði liðinu meðal annars enska meistaratitlinum 2020 og sigri í Meistaradeildinni 2019. Síðan hafa þeir Mane og Firmino horfið á braut en Salah er enn á sínum stað og svo sannarlega betri en nokkurn tímann áður. Mohamed Salah fagnar marki með þeim Sadio Mane og Roberto Firmino.Getty/Laurence Griffiths Nú er Egyptinn kominn með nýja leikmenn sér við hlið og það er óhætt að segja að lífið við hlið þeirra Luis Diaz og Cody Gakpo gangi eins og í sögu. Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu velti því líka fyrir sér hvort að nýja Liverpool þríeykið sé hreinlega betra en það með þeim Mane, Salah og Firmino. McNulty skrifaði pistil á veg BBC þar sem hann bar þessi tvö þríeyki saman. Hann notaði tímabilið 2019-20 í samanburð sinn en það tímabil varð Liverpool síðast enskur meistari. Salah, Diaz og Gakpo eru þegar komnir með 30 mörk og 17 stoðsendingar saman eftir aðeins átján leiki á þessu tímabili. Fyrr fimm árum þá voru þeir Salah, Mane og Firmino saman með 46 mörk og 25 stoðsendingar í 38 deildarleikjum. Gakpo er úti á vinstri vængnum og hann hefur skorað á 180 mínútna fresti sem er verri árangur en hjá Mane sem skoraði á 153 mínútna fresti. Diaz er að skora fleiri mörk en Firmino en sá brasilíski gaf aftur á móti fleiri stoðsendingar en Kólumbíumaðurinn. Salah hefur líklega aldrei spilað betur. Hann er þegar kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar í deildarleikjunum á þessu tímabili en allt 2019-20 tímabilið var hann með 19 mörk og 10 stoðsendingar. Salah, Mane og Firmino voru saman með 245 mörk á fimm tímabilum en það er ekkert víst hvort að við sjáum þetta nýja þríeyki spila jafnlengi saman. Salah er að renna út á samningi í sumar og lítið að frétta af nýjum samningi. Þangað til geta stuðningsmenn Liverpool notið þess að sjá Salah, Diaz og Gakpo fara á kostum inn á vellinum. Pistil McNulty má finna hér. Enski boltinn Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Sjá meira
Nýja framherjaþríeykið fer á kostum þessa dagana en þeir voru allir þrír meðal markaskorara Liverpool í leiknum í gær. Stuðningsmenn Liverpool muna flestir vel eftir frábærum tímum með þá Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino í þriggja manna fremstu víglínu. Það skilaði liðinu meðal annars enska meistaratitlinum 2020 og sigri í Meistaradeildinni 2019. Síðan hafa þeir Mane og Firmino horfið á braut en Salah er enn á sínum stað og svo sannarlega betri en nokkurn tímann áður. Mohamed Salah fagnar marki með þeim Sadio Mane og Roberto Firmino.Getty/Laurence Griffiths Nú er Egyptinn kominn með nýja leikmenn sér við hlið og það er óhætt að segja að lífið við hlið þeirra Luis Diaz og Cody Gakpo gangi eins og í sögu. Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu velti því líka fyrir sér hvort að nýja Liverpool þríeykið sé hreinlega betra en það með þeim Mane, Salah og Firmino. McNulty skrifaði pistil á veg BBC þar sem hann bar þessi tvö þríeyki saman. Hann notaði tímabilið 2019-20 í samanburð sinn en það tímabil varð Liverpool síðast enskur meistari. Salah, Diaz og Gakpo eru þegar komnir með 30 mörk og 17 stoðsendingar saman eftir aðeins átján leiki á þessu tímabili. Fyrr fimm árum þá voru þeir Salah, Mane og Firmino saman með 46 mörk og 25 stoðsendingar í 38 deildarleikjum. Gakpo er úti á vinstri vængnum og hann hefur skorað á 180 mínútna fresti sem er verri árangur en hjá Mane sem skoraði á 153 mínútna fresti. Diaz er að skora fleiri mörk en Firmino en sá brasilíski gaf aftur á móti fleiri stoðsendingar en Kólumbíumaðurinn. Salah hefur líklega aldrei spilað betur. Hann er þegar kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar í deildarleikjunum á þessu tímabili en allt 2019-20 tímabilið var hann með 19 mörk og 10 stoðsendingar. Salah, Mane og Firmino voru saman með 245 mörk á fimm tímabilum en það er ekkert víst hvort að við sjáum þetta nýja þríeyki spila jafnlengi saman. Salah er að renna út á samningi í sumar og lítið að frétta af nýjum samningi. Þangað til geta stuðningsmenn Liverpool notið þess að sjá Salah, Diaz og Gakpo fara á kostum inn á vellinum. Pistil McNulty má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Sjá meira