Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2024 20:31 Sigrún er sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vísir/Ragnar Dagur Húseigendur þurfa að hafa varann á og gera viðeigandi ráðstafanir í kuldakastinu sem nú gengur yfir. Þetta segir forvarnasérfræðingur. Vatnsleki geti haft sömu áhrif á eignir og húsabruni. Líkt og greint hefur verið frá er nokkur kuldatíð í veðurkortunum, og útlit fyrir að víða nái frost tveggja stafa tölu á hitamælum. Kaldast verður til innsveita, þar sem sums staðar er spáð allt að 20 stiga frosti. Sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélagi bendir á að eigendur sumarhúsa þurfi sérstaklega að hafa varann á í kuldakastinu sem nú gengur yfir. „Það er aðallega að vatnið sé ekki að frjósa. Það er bæði í sumarhúsum, þeir einstaklingar sem eiga sumarhús, en svo erum við líka að sjá í loftræstikerfum í fyrirtækjum og öðru þvíumlíku, það á til að frjósa í svona miklu frosti,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vatnslekar tíðir í árferði sem þessu Hún hvetur fólk eindregið til að huga að eignum sínum og athuga hvort merki séu um leka eða frost í lögnum. „Ef það er frosið í sumarhúsum þá þarf að passa vel upp á þegar þiðnar aftur, þá fer vatnið oft á tíðum að flæða.“ Þá bendir Sigrún á að kuldakastinu fylgi eðlilega hálka, en ekki síður þegar því sleppir. „Það er svo mikill klaki víða, og þegar fer að hlána aftur verður undirlagið mjög hált.“ Heitavatnsleki á við húsbruna Helsta hættan sé þó frost í lögnum, sem Sigrún segir fólk oft á tíðum ekki huga að, þar semhugsunarhátturinn sé sá að þetta komi ekki fyrir það sjálft. Hún geldur varhug við því. „Það er alveg skelfilegt að lenda í vatnstjóni. Það vita þeir sem hafa á það reynt, og ég tala nú ekki um ef heita vatnið lekur. Skemmdamáttur þess er alveg gríðarlegur og í raun og veru geta hús verið eins og eftir bruna þegar heitt vatn lekur. Það skemmir allt.“ Áramótin varhugaverð Svo eru það auðvitað áramótin, sem er forvarnaflokkur út af fyrir sig. „Það er náttúrulega bara að vera vel klæddur. Það má búast við ágætis mengun frá flugeldunum og ég hvet alla til að fara eftir leiðbeiningum í hvívetna við meðhöndlun flugelda: Nota öryggisgleraugu, nota skinnhanska á hendur, þeir sem eru að meðhöndla flugeldana, og þeir sem eru að horfa á eiga líka að vera með öryggisgleraugu.“ Veður Tryggingar Slysavarnir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá er nokkur kuldatíð í veðurkortunum, og útlit fyrir að víða nái frost tveggja stafa tölu á hitamælum. Kaldast verður til innsveita, þar sem sums staðar er spáð allt að 20 stiga frosti. Sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélagi bendir á að eigendur sumarhúsa þurfi sérstaklega að hafa varann á í kuldakastinu sem nú gengur yfir. „Það er aðallega að vatnið sé ekki að frjósa. Það er bæði í sumarhúsum, þeir einstaklingar sem eiga sumarhús, en svo erum við líka að sjá í loftræstikerfum í fyrirtækjum og öðru þvíumlíku, það á til að frjósa í svona miklu frosti,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vatnslekar tíðir í árferði sem þessu Hún hvetur fólk eindregið til að huga að eignum sínum og athuga hvort merki séu um leka eða frost í lögnum. „Ef það er frosið í sumarhúsum þá þarf að passa vel upp á þegar þiðnar aftur, þá fer vatnið oft á tíðum að flæða.“ Þá bendir Sigrún á að kuldakastinu fylgi eðlilega hálka, en ekki síður þegar því sleppir. „Það er svo mikill klaki víða, og þegar fer að hlána aftur verður undirlagið mjög hált.“ Heitavatnsleki á við húsbruna Helsta hættan sé þó frost í lögnum, sem Sigrún segir fólk oft á tíðum ekki huga að, þar semhugsunarhátturinn sé sá að þetta komi ekki fyrir það sjálft. Hún geldur varhug við því. „Það er alveg skelfilegt að lenda í vatnstjóni. Það vita þeir sem hafa á það reynt, og ég tala nú ekki um ef heita vatnið lekur. Skemmdamáttur þess er alveg gríðarlegur og í raun og veru geta hús verið eins og eftir bruna þegar heitt vatn lekur. Það skemmir allt.“ Áramótin varhugaverð Svo eru það auðvitað áramótin, sem er forvarnaflokkur út af fyrir sig. „Það er náttúrulega bara að vera vel klæddur. Það má búast við ágætis mengun frá flugeldunum og ég hvet alla til að fara eftir leiðbeiningum í hvívetna við meðhöndlun flugelda: Nota öryggisgleraugu, nota skinnhanska á hendur, þeir sem eru að meðhöndla flugeldana, og þeir sem eru að horfa á eiga líka að vera með öryggisgleraugu.“
Veður Tryggingar Slysavarnir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira