„Það versta stendur yfir áramótin“ Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 29. desember 2024 19:42 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. „Þetta er bara heiðarlegur vetrarkuldi, þetta er engan fimbulkulda að sjá,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Reikna megi með sjö til tíu stiga frosti við sjávarsíðuna næstu daga en allt að tuttugu stiga frosti inn til landsins. „Kosturinn við það er að það er hægur vindur, það er enginn blástur með þessu. Þannig að snjórinn helst,“ segir Einar. Útlit sé fyrir að kuldinn vari fram á nýja árið, jafnvel út fyrstu viku janúarmánaðar. „En það versta stendur yfir áramótin, frá gamlársdegi og fram á 2. janúar.“ Frost mælist sem stendur tíu stig í höfuðborginni. „Það er talsvert frost komið inn til landsins, við sjáum það bæði á Suðurlandi og í Borgarfirði. Það er ennþá dálítill strekkingur á Norðausturlandi,“ segir Einar og spáir því að þar mælist kuldinn mestur. „Þetta er eins og við eigum von á, við fengum svona kuldakast fyrir tveimur árum á þessum árstíma og þar var kaldara og meira og verra.“ Hvernig mun viðra til flugelda á gamlárskvöld? „Það verður léttskýjað eiginlega um land allt, nema á Norðausturlandi þar sem gengur á með smá éljum. En þetta snýst voðalega mikið um vindinn. Það verður tíu stiga frost hér í bænum. Mér sýnist á öllu að það verði rétt gola af austri sem ætti að blanda reyknum. Ef ekki er hætt við því að reykurinn svælist niður og það verði hér slæm loftgæði.“ Veður Áramót Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira
„Þetta er bara heiðarlegur vetrarkuldi, þetta er engan fimbulkulda að sjá,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Reikna megi með sjö til tíu stiga frosti við sjávarsíðuna næstu daga en allt að tuttugu stiga frosti inn til landsins. „Kosturinn við það er að það er hægur vindur, það er enginn blástur með þessu. Þannig að snjórinn helst,“ segir Einar. Útlit sé fyrir að kuldinn vari fram á nýja árið, jafnvel út fyrstu viku janúarmánaðar. „En það versta stendur yfir áramótin, frá gamlársdegi og fram á 2. janúar.“ Frost mælist sem stendur tíu stig í höfuðborginni. „Það er talsvert frost komið inn til landsins, við sjáum það bæði á Suðurlandi og í Borgarfirði. Það er ennþá dálítill strekkingur á Norðausturlandi,“ segir Einar og spáir því að þar mælist kuldinn mestur. „Þetta er eins og við eigum von á, við fengum svona kuldakast fyrir tveimur árum á þessum árstíma og þar var kaldara og meira og verra.“ Hvernig mun viðra til flugelda á gamlárskvöld? „Það verður léttskýjað eiginlega um land allt, nema á Norðausturlandi þar sem gengur á með smá éljum. En þetta snýst voðalega mikið um vindinn. Það verður tíu stiga frost hér í bænum. Mér sýnist á öllu að það verði rétt gola af austri sem ætti að blanda reyknum. Ef ekki er hætt við því að reykurinn svælist niður og það verði hér slæm loftgæði.“
Veður Áramót Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira