Þá fjöllum við um kuldakast sem er í kortunum og ræðum við formann karlakórs sem þurfti að fresta uppseldum stórtónleikum sínum vegna norðanhríðar sem skall á í Skagafirði með litlum sem engum fyrirvara, með þeim afleiðingum að kórmenn sátu fastir og komust ekki á tónleikastað.
Við fáum fram mismunandi sjónarmið um evrópumálin, nú þegar ný ríkisstjórn hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið árið 2027.
Þá fjöllum við um lögregluaðgerð í miðborginni, mikla uppbyggingu á Suðurlandi og heyrum frá einum ástsælasta landsliðmanni Íslendinga í knattspyrnu, sem lagði skóna nýverið á hilluna.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12, í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi.