„Svarta ekkjan“ fannst látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2024 15:56 Hof í hæðunum yfir Kyoto í Japan. Getty Eldri kona sem var dæmd til dauða í Japan fyrir áratug fyrir að hafa banað elskhugum sínum með blásýru fannst látin í fangelsisklefa sínum í gær. Hún var 78 ára og hafði hlotið viðurnefnið „svarta ekkjan“. Chisako Kakehi var sakfelld fyrir að myrða þrjá menn, þeirra á meðal eiginmann sinn, og fyrir tilraun til að bana þeim fjórða í dómsmáli sem skók Japan árið 2014. Hæstiréttur tók dóm Kakehi til skoðunar árið 2021 og staðfesti hann. Dómari í málinu vísaði til þess að Kakehi hefði eitrað fyrir mönnum eftir að hafa öðlast traust þeirra sem lífsförunautur. „Þetta var útpældur og grimmur glæpur þar sem ásetningur um manndráp var mikill,“ sagði dómarinn. Talið er að Kakehi hafi orðið sér úti um á annan milljarð króna í líftryggingargreiðslum yfir tíu ára tímabil eftir að mennirnir féllu frá. Hún glataði hins vegar peningunum jafnóðum í misheppnuðum fjárfestingum. Kakehi notaði stefnumótaþjónustu til að komast í kynni menn sem voru undantekningarlaust eldri og glímdu við veikindi. Hún lagði áherslu á að menn sem hún kæmist í kynni við væru ríkir og barnlausir. Eitrið fannst í líkama að minnsta kosti tveggja karlmannanna sem hún átti í tygjum við og lögregla fann ummerki eftir blásýru í ruslinu á heimili hennar í Kyoto. Dauðsföll maka hennar voru ekki rannsökuð á sínum tíma þar sem lögregla taldi karlmennina hafa látist af völdum veikinda. Það var ekki fyrr en lögregla komst að því að banamein Isao Kakehi, 75 ára eiginmanns hennar var blásýrueitrun, að ákveðið var að skoða fyrri andlátin. Komst lögregla að því að mennirnir létust af sömu orsökum. Frétt CBS. Japan Andlát Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Chisako Kakehi var sakfelld fyrir að myrða þrjá menn, þeirra á meðal eiginmann sinn, og fyrir tilraun til að bana þeim fjórða í dómsmáli sem skók Japan árið 2014. Hæstiréttur tók dóm Kakehi til skoðunar árið 2021 og staðfesti hann. Dómari í málinu vísaði til þess að Kakehi hefði eitrað fyrir mönnum eftir að hafa öðlast traust þeirra sem lífsförunautur. „Þetta var útpældur og grimmur glæpur þar sem ásetningur um manndráp var mikill,“ sagði dómarinn. Talið er að Kakehi hafi orðið sér úti um á annan milljarð króna í líftryggingargreiðslum yfir tíu ára tímabil eftir að mennirnir féllu frá. Hún glataði hins vegar peningunum jafnóðum í misheppnuðum fjárfestingum. Kakehi notaði stefnumótaþjónustu til að komast í kynni menn sem voru undantekningarlaust eldri og glímdu við veikindi. Hún lagði áherslu á að menn sem hún kæmist í kynni við væru ríkir og barnlausir. Eitrið fannst í líkama að minnsta kosti tveggja karlmannanna sem hún átti í tygjum við og lögregla fann ummerki eftir blásýru í ruslinu á heimili hennar í Kyoto. Dauðsföll maka hennar voru ekki rannsökuð á sínum tíma þar sem lögregla taldi karlmennina hafa látist af völdum veikinda. Það var ekki fyrr en lögregla komst að því að banamein Isao Kakehi, 75 ára eiginmanns hennar var blásýrueitrun, að ákveðið var að skoða fyrri andlátin. Komst lögregla að því að mennirnir létust af sömu orsökum. Frétt CBS.
Japan Andlát Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira