Ástæðan er inflúensan sem hefur skotið upp kollinum og þykir skæð.
Þá heyrum við í lögmanni vínsala sem selur vörur sínar á netinu og var gert að hafa lokað um hátíðarnar, sem hann er ekki par sáttur við.
Að auki fjöllum við um skil á jólagjöfum og rýnum í áramótaveðrið og hvernig mun viðra til flugeldaskothríðar.
Í sportinu er það svo slakt gengi fótboltaliðanna frá Manchesterborg sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu.