Sporting vann aðeins þrjá af þessum átta leikjum undir stjórn Pereiras og missti toppsæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar til Benfica.
Í stað Pereiras hefur Sporting ráðið Rui Borges. Hann skrifaði undir samning sem gildir til júní 2026 með möguleika á árs framlengingu.
Borges stýrði áður Vitória Guimaraes en Sporting greiddi félaginu 4,1 milljón evra til að losa hann undan samningi við það.
Borges tók við Vitória Guimaraes í maí. Undir hans stjórn endaði liðið í 2. sæti Sambandsdeildarinnar.