Veður

Stíf suð­vestan­átt á­fram ríkjandi

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir slydduéljum eða skúrum sunnan- og vestantil framan af morgni.
Gera má ráð fyrir slydduéljum eða skúrum sunnan- og vestantil framan af morgni. Vísir/Vilhelm

Milli Íslands og Grænlands er nú dálítil lægð sem nálgast smám saman landið. Stíf suðvestanátt verður því áfram ríkjandi um sinn og gengur á með skúrum eða slydduéljum framan af morgni, en síðar snjóéljum og kólnar í veðri. Hiti verður í hringum frostmark.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði hægari vindur og bjartviðri norðaustanlands en í kvöld verður lægðin komin að Vestfjörðum og hvessir þá þar af norðaustri og snjóar.

„Í nótt hreyfist lægðin síðan suður á bóginn og fer yfir Vesturland og síðar suðvesturhluta landsins og má því reikna með snjókomu um tíma á þeim slóðum. Síðdegis á morgun, laugardag er lægðin komin yfir Suðausturland og vindur því orðinn norðlægari. Ofankoman er þá einkum bundin við norðanvert landið, en farið að létta til syðra. Á sunnudag er lægð gærdagsins á bak og burt, en í staðinn kemur dálítill hæðarhryggur og birtir þá einnig til fyrir norðan. Hins vega eru vísbendingar um enn eina lægðin á leið yfir Vestfirði sunndagskvöld.

Norðanáttin um helgina dregur með sér mjög kalt heimskautaloft og kólnar því talsvert um land allt,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Hiti verður í hringum frostmark.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og víða dálítil él. Gengur í norðan 10-15 með snjókomu eða éljagangi uppúr hádegi, fyrst norðvestantil, en rofar til sunnan heiða. Frost 1 til 10 stig, minnst við sjávarsíðuna.

Á sunnudag: Norðlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en 8-15 m/s og él norðaustanlands fram á kvöld. Frost 5 til 20 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag: Austlæg átt snjókoma með köflum, en norðlægari og dálítil él norðaustanlands. Talsvert frost um allt land.

Á þriðjudag (gamlársdagur) og miðvikudag (nýársdagur): Fremur hæg norðlæg og dálítil él á Norður- og Ausutrlandi, en annars yfirleitt bjartviðri. Áfram kalt í veðri.

Á fimmtudag: Útlit fyrir hæga vinda, bjartviðri og hörkufrost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×