Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 26. desember 2024 19:33 Frá Súðarvíkurhlíð í dag. aðsend Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Nokkur snjóflóð féllu á vegi á Vestfjörðum í nótt. Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og töluverð ofankoma og hvasst. Á Vestfjörðum hefur snjónum kyngt niður. „Suðvestan éljagangur frá því á aðfangadag og búinn að vera safnast snjór svona hægt og hægt í fjöll og féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð og nokkrum fleiri stöðum í nótt,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Þá féllu líka snjóflóð á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Um klukkan eitt í dag var vegurinn um Súðavíkurhlíð mokaður og umferð hleypt á veginn í nokkrar klukkustundir. „Vegagerðin nýtti þann glugga til að opna og hleypa umferð um veginn og svo er útlit fyrir að það fari að snjóa núna, koma skil yfir Vestfirði, og á að fara að snjóa samfellda snjókomu frekar en éljagang. Svo er útlit fyrir að það fari að rigna láglendi seint í kvöld og nótt en að það hvessi aftur með hvassri suðvestan átt og það taki aftur við þetta sama verður á morgun. En svo er í norðanátt á laugardag og svo er útlit fyrir að þetta fari nú að hætta og það verði skaplegt veður eftir sunnudag.“ Þá hefur víða verið þung færð á vegum landsins síðustu daga. Þannig voru Hellisheiði og Holtavörðuheiði ófærar um tíma og það sama á við um Öxnadalsheiði. Þá hefur víða verið flughált í dag en harður árekstur tveggja bíla varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sex fluttir með henni á slysadeild Landspítalans en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsl þeirra ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið. Þá er snjóflóðahætta enn í gildi á Vestfjörðum og er viðbúið að hún verði þá þar til um helgina. „Það er bara áfram snjóflóðahætta undir þessum bröttu hlíðum og vegum sem eru mjög nálægt hlíðinni eins og Súðavíkurhlíð og það eru fleiri svoleiðis staðir en það er engin hætta í byggð eins og er. Svo er bara útlit fyrir fínasta veður eftir sunnudaginn en þá kólnar mikið. Spáir talsverðu frosti.“ Náttúruhamfarir Snjóflóð á Íslandi Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og töluverð ofankoma og hvasst. Á Vestfjörðum hefur snjónum kyngt niður. „Suðvestan éljagangur frá því á aðfangadag og búinn að vera safnast snjór svona hægt og hægt í fjöll og féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð og nokkrum fleiri stöðum í nótt,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Þá féllu líka snjóflóð á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Um klukkan eitt í dag var vegurinn um Súðavíkurhlíð mokaður og umferð hleypt á veginn í nokkrar klukkustundir. „Vegagerðin nýtti þann glugga til að opna og hleypa umferð um veginn og svo er útlit fyrir að það fari að snjóa núna, koma skil yfir Vestfirði, og á að fara að snjóa samfellda snjókomu frekar en éljagang. Svo er útlit fyrir að það fari að rigna láglendi seint í kvöld og nótt en að það hvessi aftur með hvassri suðvestan átt og það taki aftur við þetta sama verður á morgun. En svo er í norðanátt á laugardag og svo er útlit fyrir að þetta fari nú að hætta og það verði skaplegt veður eftir sunnudag.“ Þá hefur víða verið þung færð á vegum landsins síðustu daga. Þannig voru Hellisheiði og Holtavörðuheiði ófærar um tíma og það sama á við um Öxnadalsheiði. Þá hefur víða verið flughált í dag en harður árekstur tveggja bíla varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sex fluttir með henni á slysadeild Landspítalans en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsl þeirra ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið. Þá er snjóflóðahætta enn í gildi á Vestfjörðum og er viðbúið að hún verði þá þar til um helgina. „Það er bara áfram snjóflóðahætta undir þessum bröttu hlíðum og vegum sem eru mjög nálægt hlíðinni eins og Súðavíkurhlíð og það eru fleiri svoleiðis staðir en það er engin hætta í byggð eins og er. Svo er bara útlit fyrir fínasta veður eftir sunnudaginn en þá kólnar mikið. Spáir talsverðu frosti.“
Náttúruhamfarir Snjóflóð á Íslandi Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira