Jason var utan hóps í síðustu umferð eftir þrjá byrjunarliðsleiki í röð þar áður, hann sneri sterkur til baka í dag. Var ekki í byrjunarliðinu en kom inn á völlinn á 68. mínútu fyrir vinstri kantmanninn Callum Ainley.
Staðan var þá 1-0 fyrir Grimsby og aðeins sex mínútum síðar var Jason búinn að skora.
Gestirnir minnkuðu muninn á 82. mínútu en tókst ekki að setja jöfnunarmarkið.
Jason hefur nú skorað tvö mörk í deildinni og gefið tvær stoðsendingar fyrir Grimsby, sem situr í 8. sæti eftir 22 umferðir.