Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. desember 2024 16:36 38 manns létu lífið þegar flugvélin brotlenti. AP/Azamat Sarsenbayev Fjölmargar kenningar hafa farið á flug síðan asersk farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan í gær jóladag. Rússnesk og kasöksk yfirvöld hafa reynt að lægja öldurnar en fátt er vitað með vissu um tildrög slyssins. Farþegaflugvél á vegum Azerbaijan Airlines brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 62 farþega um borð, 38 þeirra létu lífið. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs sé talsvert utan leiðar. Fullyrðingar um aðkomu Rússa órökstuddar Andrí Kovalenkó, leiðtogi nefndar innan úkraínska hersins sem hefur markmið að stiga stemmu við falsupplýsingum, fullyrti á samfélagsmiðlum í gær að rússneskar loftvarnir hefðu skotið flugvélina niður. Hann vísaði til mynda sem hafa verið í dreifingu af götóttum skrokki vélarinnar og björgunarvestum máli sínu til stuðnings. Dmítrí Peskov, talsmaður forseta Rússlandsforseta, segir rannsókn þegar hafna á tildrögum slyssins og ekki væri rétt að fara í neinar bollaleggingar fyrr en niðurstaða þeirrar rannsóknar lægi fyrir. Þá tjáði forseti öldungadeildar kasakska þingsins sig einnig um málið. „Ekkert þessara landa, ekki Aserbaídsjan, Rússland né Kasakstan, vilja fela neitt. Allar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar almenningi,“ hefur Guardian eftir Asjimbajev Maulen. forseti þingsins. Jafnframt sagði hann fullyrðingar um aðkomu rússneskra loftvarna órökstuddar og ófyrirsvaranlegar. Rússneskar loftvarnir hafi haldið að flugvélin væri úkraínskur dróni Heimildarmenn fréttaveitunnar Reuters innan aserska flugmálageirans segja að fyrstu fregnir af rannsókninni bendi til að flugvélin hafi orðið fyrir skothríð rússnesks loftvarnarkerfis. Samskiptakerfi flugvélarinnar hafi verið rofið þegar flugvélin nálgaðist áfangastaðinn Grosní. Þessar heimildir Reuters eru þó einróma um að árásin hafi ekki verið af vilja gerð. Þess má geta að Grosní hefur ítrekað verið skotmark flygildaárása Úkraínumanna síðan Rússland réðist inn í Úkraínu í febrúar ársins 2022. Fyrr á jóladag tilkynnti rússneska varnarmálaráðuneytið að loftvarnir þeirra hefðu skotið niður 59 flygildi þvert yfir Rússland. Embættismaður innan téténsku landsstjórnarinnar birti færslu á samfélagsmiðla í gærmorgun þar sem hann sagði öll flygildi þar hafa verið skotin niður. Rússnesk flugmálayfirvöld segja að líklega hafi fugl flogið á flugvélina og henni því gert að breyta um stefnu. Asersk flugmálayfirvöld rannsaka nú málið. Fréttir af flugi Rússland Aserbaídsjan Úkraína Kasakstan Tengdar fréttir Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. 25. desember 2024 18:07 Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Farþegaflugvél á vegum Azerbaijan Airlines brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 62 farþega um borð, 38 þeirra létu lífið. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs sé talsvert utan leiðar. Fullyrðingar um aðkomu Rússa órökstuddar Andrí Kovalenkó, leiðtogi nefndar innan úkraínska hersins sem hefur markmið að stiga stemmu við falsupplýsingum, fullyrti á samfélagsmiðlum í gær að rússneskar loftvarnir hefðu skotið flugvélina niður. Hann vísaði til mynda sem hafa verið í dreifingu af götóttum skrokki vélarinnar og björgunarvestum máli sínu til stuðnings. Dmítrí Peskov, talsmaður forseta Rússlandsforseta, segir rannsókn þegar hafna á tildrögum slyssins og ekki væri rétt að fara í neinar bollaleggingar fyrr en niðurstaða þeirrar rannsóknar lægi fyrir. Þá tjáði forseti öldungadeildar kasakska þingsins sig einnig um málið. „Ekkert þessara landa, ekki Aserbaídsjan, Rússland né Kasakstan, vilja fela neitt. Allar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar almenningi,“ hefur Guardian eftir Asjimbajev Maulen. forseti þingsins. Jafnframt sagði hann fullyrðingar um aðkomu rússneskra loftvarna órökstuddar og ófyrirsvaranlegar. Rússneskar loftvarnir hafi haldið að flugvélin væri úkraínskur dróni Heimildarmenn fréttaveitunnar Reuters innan aserska flugmálageirans segja að fyrstu fregnir af rannsókninni bendi til að flugvélin hafi orðið fyrir skothríð rússnesks loftvarnarkerfis. Samskiptakerfi flugvélarinnar hafi verið rofið þegar flugvélin nálgaðist áfangastaðinn Grosní. Þessar heimildir Reuters eru þó einróma um að árásin hafi ekki verið af vilja gerð. Þess má geta að Grosní hefur ítrekað verið skotmark flygildaárása Úkraínumanna síðan Rússland réðist inn í Úkraínu í febrúar ársins 2022. Fyrr á jóladag tilkynnti rússneska varnarmálaráðuneytið að loftvarnir þeirra hefðu skotið niður 59 flygildi þvert yfir Rússland. Embættismaður innan téténsku landsstjórnarinnar birti færslu á samfélagsmiðla í gærmorgun þar sem hann sagði öll flygildi þar hafa verið skotin niður. Rússnesk flugmálayfirvöld segja að líklega hafi fugl flogið á flugvélina og henni því gert að breyta um stefnu. Asersk flugmálayfirvöld rannsaka nú málið.
Fréttir af flugi Rússland Aserbaídsjan Úkraína Kasakstan Tengdar fréttir Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. 25. desember 2024 18:07 Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. 25. desember 2024 18:07
Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila