Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 15:00 Ange Postecoglou er trúr sinni sannfæringu og ætlar ekki að breyta leikaðferð sinni. Getty/Marc Atkins Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var bersýnilega pirraður þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gærkvöld, eftir 6-3 tapið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sky og fleiri miðlar segja Postecoglou hafa sýnt að hann sé orðinn dauðþreyttur á því að leikplan Tottenham undir hans stjórn sé dregið í efa. Í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, frá 1992, hafði Tottenham aðeins einu sinni áður fengið á sig sex mörk á heimavelli, þar til í gær. Þrátt fyrir mikil forföll, sérstaklega í vörn liðsins, mættu Tottenham-menn óhræddir gegn besta liði Englands og breyttu ekki út frá djörfu uppleggi sínu sem líkt og stundum áður á þessari leiktíð bjó til mýmörg tækifæri fyrir andstæðingana. „Ég er búinn að vera mjög þolinmóður við að svara sömu spurningunum aftur og aftur síðustu átján mánuði. Ef fólk vill að ég breyti minni nálgun þá er það samt ekki að fara að gerast. Það er ástæða fyrir því sem við gerum. Við teljum að þetta hjálpi okkur að ná árangri,“ sagði Postecoglou. Tottenham gaf einnig fjölda færa á sér gegn Manchester United í deildabikarnum í síðustu viku, en vann þó 4-3, og skammt er síðan liðið tapaði 4-3 gegn Chelsea á heimavelli. Tottenham er nú í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur verið án miðvarða sinna Cristian Romero og Micky van de Ven vegna meiðsla. Bakvörðurinn Destiny Udogie var í hóp í gær en ekki tilbúinn í að byrja leikinn, og Ben Davies og markvörðurinn Guglielmo Vicario eru einnig á meiðslalistanum ásamt fleirum. „Ef að fólk skilur ekki aðstæðurnar sem við erum í, þær áskoranir sem við glímum við sem lið og hópur, sem eru algjörlega augljósar... Ég skil að fólk haldi að það sé hægt að ýta bara á takka og breyta, og að það myndi gera okkur að öðru liði. En svona er þetta. Ég held bara áfram að einbeita mér að því að byggja upp betra lið. Á meðan verðum við að sætta okkur við þær áskoranir sem þessu ferðalagi fylgja,“ sagði Tottenham-stjórinn. Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Sky og fleiri miðlar segja Postecoglou hafa sýnt að hann sé orðinn dauðþreyttur á því að leikplan Tottenham undir hans stjórn sé dregið í efa. Í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, frá 1992, hafði Tottenham aðeins einu sinni áður fengið á sig sex mörk á heimavelli, þar til í gær. Þrátt fyrir mikil forföll, sérstaklega í vörn liðsins, mættu Tottenham-menn óhræddir gegn besta liði Englands og breyttu ekki út frá djörfu uppleggi sínu sem líkt og stundum áður á þessari leiktíð bjó til mýmörg tækifæri fyrir andstæðingana. „Ég er búinn að vera mjög þolinmóður við að svara sömu spurningunum aftur og aftur síðustu átján mánuði. Ef fólk vill að ég breyti minni nálgun þá er það samt ekki að fara að gerast. Það er ástæða fyrir því sem við gerum. Við teljum að þetta hjálpi okkur að ná árangri,“ sagði Postecoglou. Tottenham gaf einnig fjölda færa á sér gegn Manchester United í deildabikarnum í síðustu viku, en vann þó 4-3, og skammt er síðan liðið tapaði 4-3 gegn Chelsea á heimavelli. Tottenham er nú í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur verið án miðvarða sinna Cristian Romero og Micky van de Ven vegna meiðsla. Bakvörðurinn Destiny Udogie var í hóp í gær en ekki tilbúinn í að byrja leikinn, og Ben Davies og markvörðurinn Guglielmo Vicario eru einnig á meiðslalistanum ásamt fleirum. „Ef að fólk skilur ekki aðstæðurnar sem við erum í, þær áskoranir sem við glímum við sem lið og hópur, sem eru algjörlega augljósar... Ég skil að fólk haldi að það sé hægt að ýta bara á takka og breyta, og að það myndi gera okkur að öðru liði. En svona er þetta. Ég held bara áfram að einbeita mér að því að byggja upp betra lið. Á meðan verðum við að sætta okkur við þær áskoranir sem þessu ferðalagi fylgja,“ sagði Tottenham-stjórinn.
Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira