Luke Littler grét eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 09:54 Luke Littler brotnaði niður í viðtali eftir leikinn sem hann vann. Viaplay Luke Littler komst áfram í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í gær en leikurinn reyndi mikið á þennan sautján ára strák. Pressan er gríðarleg á þessum unga manni og það sýndi sig í viðtalinu eftir sigur hans á Ryan Meikle. Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í fyrra og komst þá alla leið í úrslitaleikinn. Nú búast flestir við því að hann fari alla leið og slái metið yfir yngsta heimsmeistara sögunnar. @Sportbladet Littler var að mæta manni í annarri umferðinni í gær sem er aðeins í 62. sæti á heimslistanum. Það þurfti mikið til að vinna hann. „Þetta var líklegast erfiðasti leikur sem ég hef spilað. Ég þurfti að hafa mikið fyrir þessu allt til enda,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir leikinn. BBC fjallar um þetta. Hann þurfti að hætta viðtalinu upp á sviði þegar hann réð ekki við tárin. „Um leið og hún spurði mig þá komu tárin. Það var bara aðeins of mikið fyrir mig að tala upp á sviðinu,“ sagði Littler. „Þetta er versti leikur sem ég hef spilað og ég hef aldrei áður fundið fyrir nokkur líku því eins og þetta var í kvöld,“ sagði Littler. Hann viðurkenndi að hafa verið stressaður. „Jú líklega hefur stressið aldrei verið meira há mér. Það var í lagi fram að leik en um leið og George Noble [dómari] sagði byrjið þá heltist það yfir mig. Ég gat varla kastað pílunum,“ sagði Littler hreinskilinn. Hann byrjaði líka leikinn hægt en tókst að landa sigri að lokum. Hann endaði á því að tryggja sér sigurinn með því að ná met yfir hæsta meðaltal á mótinu. Meðaltal hans í leiknum endaði í 140,91 sem er ótrúlegt skor. Þetta kvöld hefur verið mikill lærdómur fyrir hann. Littler spilar næst í þriðju umferðinni eftir jól. Pílukast Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sjá meira
Pressan er gríðarleg á þessum unga manni og það sýndi sig í viðtalinu eftir sigur hans á Ryan Meikle. Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í fyrra og komst þá alla leið í úrslitaleikinn. Nú búast flestir við því að hann fari alla leið og slái metið yfir yngsta heimsmeistara sögunnar. @Sportbladet Littler var að mæta manni í annarri umferðinni í gær sem er aðeins í 62. sæti á heimslistanum. Það þurfti mikið til að vinna hann. „Þetta var líklegast erfiðasti leikur sem ég hef spilað. Ég þurfti að hafa mikið fyrir þessu allt til enda,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir leikinn. BBC fjallar um þetta. Hann þurfti að hætta viðtalinu upp á sviði þegar hann réð ekki við tárin. „Um leið og hún spurði mig þá komu tárin. Það var bara aðeins of mikið fyrir mig að tala upp á sviðinu,“ sagði Littler. „Þetta er versti leikur sem ég hef spilað og ég hef aldrei áður fundið fyrir nokkur líku því eins og þetta var í kvöld,“ sagði Littler. Hann viðurkenndi að hafa verið stressaður. „Jú líklega hefur stressið aldrei verið meira há mér. Það var í lagi fram að leik en um leið og George Noble [dómari] sagði byrjið þá heltist það yfir mig. Ég gat varla kastað pílunum,“ sagði Littler hreinskilinn. Hann byrjaði líka leikinn hægt en tókst að landa sigri að lokum. Hann endaði á því að tryggja sér sigurinn með því að ná met yfir hæsta meðaltal á mótinu. Meðaltal hans í leiknum endaði í 140,91 sem er ótrúlegt skor. Þetta kvöld hefur verið mikill lærdómur fyrir hann. Littler spilar næst í þriðju umferðinni eftir jól.
Pílukast Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sjá meira