„Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2024 08:02 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur skotist upp á stjörnuhimininn í alþjóðlegum heimi ólympískra lyftinga. Vísir/Bjarni Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hafnaði í fjórða sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum. Árangurinn er fram úr vonum en hátíðirnar munu hins vegar fara í að vinna upp verkefni í læknisfræðinni. Eygló var að keppa í A-flokki á HM í fyrsta sinn og óhætt að segja að frumraunin hafi gengið vel. Hún hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa lyft 267 kílóum samanlagt í snörun og jafnhendingu. Hún var best Evrópubúa í sínum flokki og setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet. „Ég er náttúrulega bara ótrúlega ánægð með þetta. Þetta var virkilega gaman og ég er mjög stolt af þessum árangri. Ég er ennþá aðeins að meðtaka og melta þetta, ég eiginlega skil ekki alveg hvað gerðist. En ég er mjög ánægð,“ segir Eygló. Í aðdraganda móts var hún ekki viss um aða hún ætti heima þar og þjáðist að svokölluðu imposter syndrome eða loddaralíðan. Líkt og árangurinn sýnir átti sú líðan ekki rétt á sér. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri möguleiki. Þetta var aldrei markmiðið mitt að ná svona háu sæti. Ég vissi ekki að ég gæti þetta, í hreinskilni sagt. Ég kom inn í þetta og ætlaði að safna reynslu í bankann og standa mig eins vel og ég gæti,“ segir Eygló. Eygló sinnir læknisnámi samhliða lyftingunum og nú fara hátíðarnar í það að vinna upp í skólanum. „Beint í skólann, beint að taka upp lokapróf og verkefni sem ég missti af. Ég mun gera það yfir jólin. Það er lítill tími fyrir chill og pásu,“ segir Eygló sem þurfti að snúa sér að bókunum strax og hún kom heim af mótinu í Barein. „Það er erfitt, maður er ekki endilega í besta ástandinu til að setjast niður og læra í marga klukkutíma. En maður þarf að gera það sem maður þarf að gera.“ Hefurðu eitthvað getað keypt jólagjafir? „Ég er ekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Þetta er alveg hræðilegt sko,“ segir Eygló hlægjandi að lokum. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið í heild hér fyrir neðan. Klippa: Bograr yfir skólabókum um hátíðarnar Lyftingar Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira
Eygló var að keppa í A-flokki á HM í fyrsta sinn og óhætt að segja að frumraunin hafi gengið vel. Hún hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa lyft 267 kílóum samanlagt í snörun og jafnhendingu. Hún var best Evrópubúa í sínum flokki og setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet. „Ég er náttúrulega bara ótrúlega ánægð með þetta. Þetta var virkilega gaman og ég er mjög stolt af þessum árangri. Ég er ennþá aðeins að meðtaka og melta þetta, ég eiginlega skil ekki alveg hvað gerðist. En ég er mjög ánægð,“ segir Eygló. Í aðdraganda móts var hún ekki viss um aða hún ætti heima þar og þjáðist að svokölluðu imposter syndrome eða loddaralíðan. Líkt og árangurinn sýnir átti sú líðan ekki rétt á sér. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri möguleiki. Þetta var aldrei markmiðið mitt að ná svona háu sæti. Ég vissi ekki að ég gæti þetta, í hreinskilni sagt. Ég kom inn í þetta og ætlaði að safna reynslu í bankann og standa mig eins vel og ég gæti,“ segir Eygló. Eygló sinnir læknisnámi samhliða lyftingunum og nú fara hátíðarnar í það að vinna upp í skólanum. „Beint í skólann, beint að taka upp lokapróf og verkefni sem ég missti af. Ég mun gera það yfir jólin. Það er lítill tími fyrir chill og pásu,“ segir Eygló sem þurfti að snúa sér að bókunum strax og hún kom heim af mótinu í Barein. „Það er erfitt, maður er ekki endilega í besta ástandinu til að setjast niður og læra í marga klukkutíma. En maður þarf að gera það sem maður þarf að gera.“ Hefurðu eitthvað getað keypt jólagjafir? „Ég er ekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Þetta er alveg hræðilegt sko,“ segir Eygló hlægjandi að lokum. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið í heild hér fyrir neðan. Klippa: Bograr yfir skólabókum um hátíðarnar
Lyftingar Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira