Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2024 09:01 Noah Lyles, Simone Biles, Imane Khelif, Luke Littler og Lamine Yamal komu mikið við sögu á árinu 2024. Íþróttaárið 2024 var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Ólympíuleikar fóru fram í París og Evrópumót í fótbolta í Þýskalandi. Nýjar stjörnur stukku fram á sjónarsviðið á meðan aðrar gulltryggðu arfleið sína. Vísir tók saman fimmtán eftirminnileg augnablik úr íþróttaheiminum á árinu 2023 sem er senn á enda. Ungstirnið Lamine Yamal fagnar stórkostlegu marki sínu fyrir Spán gegn Frakklandi í undanúrslitum Evrópumótsins í Þýskalandi. Hann varð þar með sá yngsti til að skora á EM í sögu mótsins (sextán ára og 362 daga gamall). Markið gegn Frökkum var valið mark EM 2024. Daginn fyrir úrslitaleikinn, þar sem Spánverjar unnu Englendinga, varð Yamal sautján ára. Yamal gaf fjórar stoðsendingar á EM, flestar allra, og var valinn besti ungi leikmaður mótsins.getty/Halil Sagirkaya Annað 2007 módel, enski pílukastarinn Luke Littler, hóf árið á því að komast alla leið í úrslit á HM þar sem hann tapaði fyrir Luke Humphries. Littler sýndi svo að árangurinn á HM var engin tilviljun með því að vinna mót á árinu 2024. Hann þykir meðal sigurstranglegustu manna á HM 2025 sem nú stendur yfir. Littler er á allra vörum og hefur aukið áhugann á pílukastinu gríðarlega.getty/Tom Dulat Ein umtalaðasta íþróttakona ársins var hin alsírska Imane Khelif. Mikill styr stóð um þátttöku hennar á Ólympíuleikunum en henni var meinuð þátttaka í kvennaflokki á HM í fyrra. Fjölmargir þekktir einstaklingar eins og Elon Musk, J.K. Rowling og sjálfur Donald Trump gagnrýndu þátttöku Khelifs á Ólympíuleikunum. Hún lét sér hins vegar fátt um finnast og stóð uppi sem sigurvegari í -66 kg flokki. Í úrslitabardaganum sigraði hún Yang Liu frá Kína.getty/Richard Pelham Simone Biles sýndi enn og aftur að hún er ein merkasta íþróttakona sögunnar með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum. Hún vann gull í liðakeppni, fjölþraut og stökki. Hún var svo hársbreidd frá því að vinna gull í gólfæfingum en varð að sjá á eftir því til hinnar brasilísku Rebecu Andrade. Á þrennum Ólympíuleikum hefur Biles unnið sjö gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hún hefur alls unnið samtals 41 verðlaun á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum og er sigursælasta fimleikakona sögunnar.getty/Naomi Baker Landstitlarnir í stærstu deildum Evrópu fóru á nokkuð hefðbundna staði nema í Þýskalandi þar sem Bayer Leverkusen varð meistari í fyrsta sinn. Leverkusen vann einnig þýsku bikarkeppnina og tapaði ekki leik heima fyrir allt tímabilið 2023-24. Raunar töpuðu strákarnir hans Xabis Alonso aðeins einum leik af 53 leikjum allt tímabilið, gegn Atalanta í úrslitum Evrópudeildarinnar.getty/Stuart Franklin Oleksandr Usyk sýndi hvers hann var megnugur á árinu. Í maí varð hann sá fyrsti til að sigra Tyson Fury í bardaga í Sádi-Arabíu. Þeir mættust á sama stað 21. desember og þá hafði Usyk aftur betur. Hann hefur unnið alla 23 bardaga sína á atvinnumannaferlinum, þar af fjórtán með rothöggi. Úkraínumaðurinn hefur meðal annars sigrað bæði Fury og Anthony Joshua í tvígang.getty/Richard Pelham Noah Lyles stóð við stóru orðin og varð sigurvegari með allra minnsta mun í ótrúlegu hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Hann kom í mark á 9,79 sekúndum, líkt og Kishane Thompson, en tölvutækni þurfti til að skera úr um sigurvegara. Höfuðið á Thompson og fóturinn á Fred Kerley voru á undan Lyles í mark en Bandaríkjamaðurinn skaut bringu sinni á undan og reyndist vera 0,005 sekúndum á undan Thompson. Eins og sjá má á myndinni var hlaupið gríðarlega jafnt en allir átta hlaupararnir komu í mark á undir tíu sekúndum sem hefur aldrei áður gerst.Getty/Richard Heathcote Xander Schauffele fagnar eftir að hafa tryggt sér sigur á PGA meistaramótinu í maí. Það var hans fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Hann fylgdi því svo eftir með því að vinna Opna breska meistaramótið í júlí. Bandaríkjamenn unnu öll risamót ársins 2024 því Scottie Scheffler vann Masters og Bryson DeChambeau Opna bandaríska.getty/Michael Reaves Körfuboltakonan unga, Caitlin Clark, átti ótrúlegt ár og stimplaði sig inn sem ein áhrifamesta íþróttakona heims. Hún leiddi Iowa í úrslitaleikinn í bandaríska háskólaboltanum og var svo valin fyrst í nýliðavali WNBA-deildarinnar af Indiana Fever. Clark var valin nýliði ársins í WNBA og sló fjölmörg met á árinu. Þá hefur hún aukið áhugann á kvennakörfunni gríðarlega en alls kyns áhorfs- og áhorfendamet hafa verið sett undanfarin misseri og talað er um Caitlin Clark-áhrifin í því samhengi.getty/Matthew Holst Tímabilið 2023-24 var frábært fyrir Real Madrid. Liðið varð Spánarmeistari í 36. sinn og vann Meistaradeild Evrópu í fimmtánda sinn. Real Madrid er langsigursælasta lið í sögu keppninnar og hefur unnið hana sex sinnum á síðustu ellefu árum. Í úrslitaleiknum á Wembley í byrjun sumars sigraði Real Madrid Borussia Dortmund, 2-0. Toni Kroos lagði upp fyrra mark Madrídinga í síðasta leik sínum fyrir félagið. Hann lagði svo skóna á hilluna eftir Evrópumótið.getty/david ramos Svíinn ótrúlegi Armand Duplantis varð Ólympíumeistari í stangarstökki á nýju heimsmeti (6,25 metrum). Hann bætti það met aðeins tuttugu dögum seinna þegar hann lyfti sér yfir 6,26 metra á Demantamóti í Póllandi. Alls hefur Duplantis bætt heimsmetið í stangarstökki tíu sinnum frá 2020, um alls níu sentímetra.getty/Patrick Smith Eftir sextán ára bið varð Boston Celtics NBA-meistari. Boston tryggði sér titilinn með því að vinna Dallas Mavericks, 106-88, í fimmta leik liðanna í lokaúrslitunum. Engum duldist að Boston var besta lið NBA-deildarinnar en liðið vann áttatíu af 101 leik sínum á tímabilinu, þar af sextán af nítján í úrslitakeppninni. Boston hefur nú unnið átján NBA-meistaratitla, jafn marga og Los Angeles Lakers.getty/Adam Glanzman Carlos Alcaraz vann tvö risamót á árinu; Opna franska meistaramótið og Wimbledon. Þessi 21 árs Spánverji hefur nú unnið fjögur risamót á ferlinum auk fjölda annarra titla. Árið 2024 var fyrsta árið frá 2002 sem Novak Djokovic, Roger Federer og Rafael Nadal vinna ekki risamót. Nadal lagði spaðann á hilluna á árinu eftir magnaðan feril.getty/Julian Finney Ein óvæntasta stjarna Ólympíuleikanna var ástralski breikdansarinn Rachael Louise Gunn, eða Raygun. Hún komst ekki upp úr 1. umferð en sló í gegn með afar óhefðbundnum æfingum sínum. Þær vöktu athygli heimsbyggðarinnar og voru uppspretta alls kyns „memes“ á samfélagsmiðlum. Einhverjum þótti þó nóg um og fannst illa að Raygun vegið en óhætt er að hún hafi stolið senunni í París.getty/Ezra Shaw Endurkomu hins 58 ára Mikes Tyson í hringinn var beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann átti að mæta samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul í júlí en bardaganum var frestað eftir að Tyson fékk magasár. Þeir mættust á endanum í nóvember. Þar átti aldurhniginn Tyson ekki mikla möguleika gegn 31 árs yngri Paul sem hafði það þó ekki í sér að rota gamla manninn. Þeir fengu báðir vel borgað fyrir bardagann sem var sýndur beint á Netflix. Um sjötíu þúsund manns gerðu sér svo ferð á heimavöll Dallas Cowboys til að berja þennan umdeilda bardaga augum.getty/Al Bello Fréttir ársins 2024 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Vísir tók saman fimmtán eftirminnileg augnablik úr íþróttaheiminum á árinu 2023 sem er senn á enda. Ungstirnið Lamine Yamal fagnar stórkostlegu marki sínu fyrir Spán gegn Frakklandi í undanúrslitum Evrópumótsins í Þýskalandi. Hann varð þar með sá yngsti til að skora á EM í sögu mótsins (sextán ára og 362 daga gamall). Markið gegn Frökkum var valið mark EM 2024. Daginn fyrir úrslitaleikinn, þar sem Spánverjar unnu Englendinga, varð Yamal sautján ára. Yamal gaf fjórar stoðsendingar á EM, flestar allra, og var valinn besti ungi leikmaður mótsins.getty/Halil Sagirkaya Annað 2007 módel, enski pílukastarinn Luke Littler, hóf árið á því að komast alla leið í úrslit á HM þar sem hann tapaði fyrir Luke Humphries. Littler sýndi svo að árangurinn á HM var engin tilviljun með því að vinna mót á árinu 2024. Hann þykir meðal sigurstranglegustu manna á HM 2025 sem nú stendur yfir. Littler er á allra vörum og hefur aukið áhugann á pílukastinu gríðarlega.getty/Tom Dulat Ein umtalaðasta íþróttakona ársins var hin alsírska Imane Khelif. Mikill styr stóð um þátttöku hennar á Ólympíuleikunum en henni var meinuð þátttaka í kvennaflokki á HM í fyrra. Fjölmargir þekktir einstaklingar eins og Elon Musk, J.K. Rowling og sjálfur Donald Trump gagnrýndu þátttöku Khelifs á Ólympíuleikunum. Hún lét sér hins vegar fátt um finnast og stóð uppi sem sigurvegari í -66 kg flokki. Í úrslitabardaganum sigraði hún Yang Liu frá Kína.getty/Richard Pelham Simone Biles sýndi enn og aftur að hún er ein merkasta íþróttakona sögunnar með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum. Hún vann gull í liðakeppni, fjölþraut og stökki. Hún var svo hársbreidd frá því að vinna gull í gólfæfingum en varð að sjá á eftir því til hinnar brasilísku Rebecu Andrade. Á þrennum Ólympíuleikum hefur Biles unnið sjö gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hún hefur alls unnið samtals 41 verðlaun á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum og er sigursælasta fimleikakona sögunnar.getty/Naomi Baker Landstitlarnir í stærstu deildum Evrópu fóru á nokkuð hefðbundna staði nema í Þýskalandi þar sem Bayer Leverkusen varð meistari í fyrsta sinn. Leverkusen vann einnig þýsku bikarkeppnina og tapaði ekki leik heima fyrir allt tímabilið 2023-24. Raunar töpuðu strákarnir hans Xabis Alonso aðeins einum leik af 53 leikjum allt tímabilið, gegn Atalanta í úrslitum Evrópudeildarinnar.getty/Stuart Franklin Oleksandr Usyk sýndi hvers hann var megnugur á árinu. Í maí varð hann sá fyrsti til að sigra Tyson Fury í bardaga í Sádi-Arabíu. Þeir mættust á sama stað 21. desember og þá hafði Usyk aftur betur. Hann hefur unnið alla 23 bardaga sína á atvinnumannaferlinum, þar af fjórtán með rothöggi. Úkraínumaðurinn hefur meðal annars sigrað bæði Fury og Anthony Joshua í tvígang.getty/Richard Pelham Noah Lyles stóð við stóru orðin og varð sigurvegari með allra minnsta mun í ótrúlegu hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Hann kom í mark á 9,79 sekúndum, líkt og Kishane Thompson, en tölvutækni þurfti til að skera úr um sigurvegara. Höfuðið á Thompson og fóturinn á Fred Kerley voru á undan Lyles í mark en Bandaríkjamaðurinn skaut bringu sinni á undan og reyndist vera 0,005 sekúndum á undan Thompson. Eins og sjá má á myndinni var hlaupið gríðarlega jafnt en allir átta hlaupararnir komu í mark á undir tíu sekúndum sem hefur aldrei áður gerst.Getty/Richard Heathcote Xander Schauffele fagnar eftir að hafa tryggt sér sigur á PGA meistaramótinu í maí. Það var hans fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Hann fylgdi því svo eftir með því að vinna Opna breska meistaramótið í júlí. Bandaríkjamenn unnu öll risamót ársins 2024 því Scottie Scheffler vann Masters og Bryson DeChambeau Opna bandaríska.getty/Michael Reaves Körfuboltakonan unga, Caitlin Clark, átti ótrúlegt ár og stimplaði sig inn sem ein áhrifamesta íþróttakona heims. Hún leiddi Iowa í úrslitaleikinn í bandaríska háskólaboltanum og var svo valin fyrst í nýliðavali WNBA-deildarinnar af Indiana Fever. Clark var valin nýliði ársins í WNBA og sló fjölmörg met á árinu. Þá hefur hún aukið áhugann á kvennakörfunni gríðarlega en alls kyns áhorfs- og áhorfendamet hafa verið sett undanfarin misseri og talað er um Caitlin Clark-áhrifin í því samhengi.getty/Matthew Holst Tímabilið 2023-24 var frábært fyrir Real Madrid. Liðið varð Spánarmeistari í 36. sinn og vann Meistaradeild Evrópu í fimmtánda sinn. Real Madrid er langsigursælasta lið í sögu keppninnar og hefur unnið hana sex sinnum á síðustu ellefu árum. Í úrslitaleiknum á Wembley í byrjun sumars sigraði Real Madrid Borussia Dortmund, 2-0. Toni Kroos lagði upp fyrra mark Madrídinga í síðasta leik sínum fyrir félagið. Hann lagði svo skóna á hilluna eftir Evrópumótið.getty/david ramos Svíinn ótrúlegi Armand Duplantis varð Ólympíumeistari í stangarstökki á nýju heimsmeti (6,25 metrum). Hann bætti það met aðeins tuttugu dögum seinna þegar hann lyfti sér yfir 6,26 metra á Demantamóti í Póllandi. Alls hefur Duplantis bætt heimsmetið í stangarstökki tíu sinnum frá 2020, um alls níu sentímetra.getty/Patrick Smith Eftir sextán ára bið varð Boston Celtics NBA-meistari. Boston tryggði sér titilinn með því að vinna Dallas Mavericks, 106-88, í fimmta leik liðanna í lokaúrslitunum. Engum duldist að Boston var besta lið NBA-deildarinnar en liðið vann áttatíu af 101 leik sínum á tímabilinu, þar af sextán af nítján í úrslitakeppninni. Boston hefur nú unnið átján NBA-meistaratitla, jafn marga og Los Angeles Lakers.getty/Adam Glanzman Carlos Alcaraz vann tvö risamót á árinu; Opna franska meistaramótið og Wimbledon. Þessi 21 árs Spánverji hefur nú unnið fjögur risamót á ferlinum auk fjölda annarra titla. Árið 2024 var fyrsta árið frá 2002 sem Novak Djokovic, Roger Federer og Rafael Nadal vinna ekki risamót. Nadal lagði spaðann á hilluna á árinu eftir magnaðan feril.getty/Julian Finney Ein óvæntasta stjarna Ólympíuleikanna var ástralski breikdansarinn Rachael Louise Gunn, eða Raygun. Hún komst ekki upp úr 1. umferð en sló í gegn með afar óhefðbundnum æfingum sínum. Þær vöktu athygli heimsbyggðarinnar og voru uppspretta alls kyns „memes“ á samfélagsmiðlum. Einhverjum þótti þó nóg um og fannst illa að Raygun vegið en óhætt er að hún hafi stolið senunni í París.getty/Ezra Shaw Endurkomu hins 58 ára Mikes Tyson í hringinn var beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann átti að mæta samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul í júlí en bardaganum var frestað eftir að Tyson fékk magasár. Þeir mættust á endanum í nóvember. Þar átti aldurhniginn Tyson ekki mikla möguleika gegn 31 árs yngri Paul sem hafði það þó ekki í sér að rota gamla manninn. Þeir fengu báðir vel borgað fyrir bardagann sem var sýndur beint á Netflix. Um sjötíu þúsund manns gerðu sér svo ferð á heimavöll Dallas Cowboys til að berja þennan umdeilda bardaga augum.getty/Al Bello
Fréttir ársins 2024 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira