Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2024 09:02 Jake Paul, Mike Tyson, Björgvin Páll Gústavsson, Imane Khelif, Anthony Ammirati og Mari Järsk komu öll við sögu í mest lesnu íþróttafréttum ársins. Grafík/Sara Einlægar hlaupadrottningar, hneykslismál á Ólympíuleikunum og strákarnir okkar á EM í handbolta voru meðal þess sem lesendur íþróttafrétta á Vísi vildu helst skoða á árinu sem nú er að líða. Sérstaklega virðist Mari Järsk hafa unnið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar með sínu opna, skemmtilega og einlæga fasi. Viðtal við hana eftir sigur í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í vor, þar sem hún hljóp tæplega 382 kílómetra, vakti mikla athygli. Það gerði einnig viðtal við Elísu Kristinsdóttur, einstæða móður í fullu starfi sem hleypur yfir 100 kílómetra í viku og varð í 2. sæti hlaupsins í vor, og viðtal við Rakel Maríu Hjaltadóttur sem rann illa í hálku á HM landsliða í bakgarðshlaupi í október. Fréttir tengdar strákunum okkar á stórmótum í handbolta vekja jafnan athygli en vinsælasta fréttin af EM í Þýskalandi í janúar var vegna ummæla Alfreðs Gíslasonar, þjálfara Þýskalands, eftir að Þjóðverjar klúðruðu íslenska þjóðsöngnum fyrir leik þjóðanna í Köln. Dramatíska jafnteflið gegn Serbíu í fyrsta leik Íslands á EM fékk lesendur einnig til þess að sökkva sér ofan í greinar um þann leik. Þá opnaði landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sig með sínum einstaka hætti í þríleiknum „Ekki bara leikur“ í hlaðvarpinu Besta sætið, sem birtist á Vísi. Mest lesna heimsfréttin sneri að þátttökku hinnar alsírsku Imane Khelif í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París. Ítalskur andstæðingur hennar bar sig aumlega eftir tap í bardaga þeirra. Falskar fullyrðingar um að Khelif væri í raun karlmaður breyttu því ekki að Khelif varð Ólympíumeistari kvenna í veltivigt. Sömuleiðis vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum þegar hlaupadrottningin Shelly-Ann Fraser-Pryce komst ekki í tæka tíð inn á keppnissvæðið fyrir undanúrslit í 100 metra hlaupi, og þegar getnaðarlimur Frakkans Anthony Ammirati skemmdi fyrir honum í stangarstökki. Pétur Marteinsson er löngu hættur að spila fótbolta en hann er svo sannarlega ekki gleymdur hjá stuðningsmönnum Hammarby eins og sýndi sig á grannaslag við Djurgården í sumar. Stuðningsmennirnir höfðu þá útbúið risastóran fána með mynd af eftirminnilegu atviki þegar Pétur lét leikmann Djurgården gjörsamlega heyra það, eins og fjölmargir lesenda Vísis lásu um. Það vakti líka athygli þegar Alexandra Hafsteinsdóttir hætti sem aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kenna í íshokkí, vegna óánægju með Íshokkísambandið sem hún sakaði um að taka of laust á kynþáttaníði. Netflix-bardagi Mike Tyson og Jake Paul vakti mikla athygli hér eins og víða um heim, og það gerðu einnig fréttir af því að Michael Schumacher hefði sést á meðal fólks, í brúðkaupi dóttur sinnar á Spáni. Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var mikið í fréttum, þó ekki væri það bara vegna magnaðrar frammistöðu sinnar í ítölsku A-deildinni með Genoa á síðustu leiktíð. Frétt um viðbrögð Alberts við ummælum framkvæmdastjóra Genoa, sem sakaði Albert um að hafa hálfvegis neytt félagið til að leyfa honum að fara til Fiorentina í sumar, var mikið lesin. Nýjasta greinin á listanum yfir þær mest lesnu á árinu er viðhorfspistill Vals Páls Eiríkssonar, íþróttafréttamanns á Stöð 2 og Vísi, sem fór yfir þá niðurstöðu að HM í fótbolta fari fram í Sádi-Arabíu árið 2034. Annáll 2024 Fréttir ársins 2024 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Sérstaklega virðist Mari Järsk hafa unnið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar með sínu opna, skemmtilega og einlæga fasi. Viðtal við hana eftir sigur í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í vor, þar sem hún hljóp tæplega 382 kílómetra, vakti mikla athygli. Það gerði einnig viðtal við Elísu Kristinsdóttur, einstæða móður í fullu starfi sem hleypur yfir 100 kílómetra í viku og varð í 2. sæti hlaupsins í vor, og viðtal við Rakel Maríu Hjaltadóttur sem rann illa í hálku á HM landsliða í bakgarðshlaupi í október. Fréttir tengdar strákunum okkar á stórmótum í handbolta vekja jafnan athygli en vinsælasta fréttin af EM í Þýskalandi í janúar var vegna ummæla Alfreðs Gíslasonar, þjálfara Þýskalands, eftir að Þjóðverjar klúðruðu íslenska þjóðsöngnum fyrir leik þjóðanna í Köln. Dramatíska jafnteflið gegn Serbíu í fyrsta leik Íslands á EM fékk lesendur einnig til þess að sökkva sér ofan í greinar um þann leik. Þá opnaði landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sig með sínum einstaka hætti í þríleiknum „Ekki bara leikur“ í hlaðvarpinu Besta sætið, sem birtist á Vísi. Mest lesna heimsfréttin sneri að þátttökku hinnar alsírsku Imane Khelif í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París. Ítalskur andstæðingur hennar bar sig aumlega eftir tap í bardaga þeirra. Falskar fullyrðingar um að Khelif væri í raun karlmaður breyttu því ekki að Khelif varð Ólympíumeistari kvenna í veltivigt. Sömuleiðis vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum þegar hlaupadrottningin Shelly-Ann Fraser-Pryce komst ekki í tæka tíð inn á keppnissvæðið fyrir undanúrslit í 100 metra hlaupi, og þegar getnaðarlimur Frakkans Anthony Ammirati skemmdi fyrir honum í stangarstökki. Pétur Marteinsson er löngu hættur að spila fótbolta en hann er svo sannarlega ekki gleymdur hjá stuðningsmönnum Hammarby eins og sýndi sig á grannaslag við Djurgården í sumar. Stuðningsmennirnir höfðu þá útbúið risastóran fána með mynd af eftirminnilegu atviki þegar Pétur lét leikmann Djurgården gjörsamlega heyra það, eins og fjölmargir lesenda Vísis lásu um. Það vakti líka athygli þegar Alexandra Hafsteinsdóttir hætti sem aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kenna í íshokkí, vegna óánægju með Íshokkísambandið sem hún sakaði um að taka of laust á kynþáttaníði. Netflix-bardagi Mike Tyson og Jake Paul vakti mikla athygli hér eins og víða um heim, og það gerðu einnig fréttir af því að Michael Schumacher hefði sést á meðal fólks, í brúðkaupi dóttur sinnar á Spáni. Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var mikið í fréttum, þó ekki væri það bara vegna magnaðrar frammistöðu sinnar í ítölsku A-deildinni með Genoa á síðustu leiktíð. Frétt um viðbrögð Alberts við ummælum framkvæmdastjóra Genoa, sem sakaði Albert um að hafa hálfvegis neytt félagið til að leyfa honum að fara til Fiorentina í sumar, var mikið lesin. Nýjasta greinin á listanum yfir þær mest lesnu á árinu er viðhorfspistill Vals Páls Eiríkssonar, íþróttafréttamanns á Stöð 2 og Vísi, sem fór yfir þá niðurstöðu að HM í fótbolta fari fram í Sádi-Arabíu árið 2034.
Annáll 2024 Fréttir ársins 2024 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira